Andvari - 01.01.1922, Page 10
6
Þorvaldur Thoroddsen.
[ Andvari.
undantekning frá þessu, heldur virðist hann mjög
eindregið sverja sig í ætt sína og hneigjast þó framar
í móðurætt en föður, einkum hið innra, en haft þó
sumt úr föðurætt, einkum hið ytra. Hann er maður
kyngöfugur í alla ættliðu og þó öllu framar í móður-
ætt. Standa að honum þeim megin fræðimenn miklir,
fyrirhyggjumenn, búmenn góðir og auðmenn; var
það fólk flest fastlynt, stórbrotið um skapsmuni, fas
og framkvæmdir allar, ótrautt til fjáraíla og íjár-
gæzlu, en þó við rausn jafnan og höfðingsskap,
gerðarlegt fólk, en eigi að jafnaði tiUafburða kallað um
fríðleik. í föðurætt hans kennir framar listamanns-
eðlis, með nokkuru léttari tökum á lífi og lífsreglum
en þeim, er jafnaðarlega eru kallaðar leiða til farsæld-
ar; er sá oft háttur listamanna. Sumir þeirrar ættar
voru þó allauðugir menn. Margt var það fólk fríðleiks-
fólk. Til eru og fræðimenn í þeirri ætt, eigi ómerkir.
Um og eftir miðja 18. öld bjó sá bóndi í Hrappsey
á Breiðafirði, er Bogi hét Benediktsson (f. 1723, d.
1803). Hann er mestur stórbóndi á íslandi á 18. öld.
Hann gerðist maður stórauðugur, er fram liðu stundir.
Hann var athafnamaður mikill, og voru framkvæmdir
hans stórfelldari miklu en annarra manna um lians
daga. Hann stofnaði l. d. prentsmiðju í Hrappsey
og lét prenta þar margt bóka. í föðurætt stóðu að
Boga tápmiklir stórbændur, en eigi verður karllepgur
upp frá honum langt rakinn beint fram. En móður-
ætt Boga er mjög göfug. Faðir Boga var Benedikt
Jónsson í Hrappsey (d. 1746, 88 ára gamall). Hann
var auðmaður mikill og hagsýnn; hann kom fyrstur
á æðarvarpi í Hrappsey. Móðir Boga og síðari kona
Benedikts var Ingveldur Bjarnadóltir lögsagnara í