Andvari - 01.01.1922, Qupperneq 11
AndvariJ.
forvaldur Thoroddsen.
7
Arnarbæli, Bjarnasonar á Hesti, Jónssonar dans á
Eyri, Magnússonar sýslunianns hins prúða í Ögri,
Jónssonar á Svalbarði, Magnússonar, og er þetta
Svalbarðsætt hin yngri. Móðir Ingveldar í Hrappsey
var Guðný Hákonardóttir, Árnasonar, Sæmundssonar,
Árnasonar sýslumanns á Hliðarenda, Gíslasonar, og
er það Langsætl. Faðir Benedikts í Hrappsey, en föð-
urfaðir Boga, var Jón fálkafangari í Brokey (f. 1584,
d. 1667). Jón sá var Brokej'jar-Jón kallaður, ættaður
úr Arnarfjarðardölum. Faðir hans fekk hann vini
sínum, skipstjóra einum enskum, til fósturs, og fór
Jón með honum til Englands 7 vetra gamall og ólst
síðan upp með honum við sjóferðir og kaupskap.
En er Jón var 18 vetra gamall, andaðist fóstri hans;
hvarf Jón þá heim til íslands og rak þar kaupskap
á sumrum, en var í Englandi á vetrum, og var þó
skamma stund, áður en hann settist að hér á landi
fyrir fullt og allt; gerðist hann bóndi fyrst í Hólm-
látri á Skógaströnd árið 1604; var Jón þá tvítugur
að aldri, en þó orðinn stórauðugur að lausafé. Jón
gerðist þegar hinn mesti búsýslumaður; kom hann á
æðarvarpi miklu í Brokey og v.arð fyrstur manna
vestra til þess að hreinsa dún; hækkaði æðardúnn þá
svo í verði, að pundið varð fyrst sléttur dalur, en
síðar einn spesíudalur, en áður seldist óhreinsaður
dúnn eftir Búalögum. Jón var smiður ágætur, prýði-
lega að sér og tungumálamaður góður. Hann var
hið mesta karlmenni um afl og vöxt. Hann var
þríkvæntur og átti með konum sínum 27 börn;
lifði hann þær allar og átti tvö börn milli kvenna og
eitt, er hann var 82 ára gamall.
Bogi í Hrappsey var þríkvæntur og átti börn við
tveim kvenna sinna, 12 samtals. Mönnuðust börn
*1