Andvari - 01.01.1922, Síða 12
8
Þorvaldur Tlioroddsen.
A ndvari ].
hans vel og urðu kynsæl. Ætt frá Boga er kólluð
Hrappseyjarætt, og hefir sá kynstofn verið göfug-
astur á íslandi á hinum síðari tímum, enda er nú
flest stórmenni á íslandi af Boga komið eða venzlum
bundið við þá ætt. Fylgdi kyni þessu auðsæld mikil;
var sá löngum háttur þeirra ættmenna, að þeir námu
skólalærdóm, en settust síðan að búum sínum; kusu
þeir heldur búskap en embætti, þótt kost ættu og
lil væru fallnir, enda voru oft eignir þeirra svo
miklar, að ærinn starfa höfðu af stjórn þeirra og
umsjá, þótt ekki ykjust embæltisstörf á ofan. Síðasta
kona Boga var Sigríður Jónsdóttir prófasts í Stafholti,
Jónssonar sýslumanns hins yngra í Einarsnesi, Sigurðs-
sonar lögmanns í Einarsnesi, Jónssonar, og er þetta
Einarsnesætt. Bróðir Sigríðar var Jón sýslumaðnr
á Móeiðarhvoli, faðir Valgerðar, konu þeirra byskup-
anna Hannesar Finnssonar og Steingríms Jónssonar.
Móðir Sigríðar í Hrappsey var Ragnheiður Gísladóttir
í Mávahiíð, systir Magnúsar amtmanns á Leirá (föður
Sigríðar, konu Ólafs stiftamtmanns Stefánssonar) og
Guðríðar, konu Finns byskups Jónssonar. Gisli í
Mávahlíð átti Margrétu Magnúsdóltur lögmanns, Jóns-
sonar sýslumanns á Reykhólum, Magnússonar sýslu-
manns á Reykhólum, Arasonar sýslumanns í Ögri,
Magnússonar s)rslumanns hins prúða í Ögri. En móðir
Magnúsar lögmanns Jónssonar var Jórunn Magnús-
dóttir lögmanns á Munkaþverá, Björnssonar. Faðir
Gísla var Jón byskup á Hólum, Vigfússon sýslumanns,
Gíslasonar lögmanns i Bræðralungu, Hákonarsonar.
Ein dætra þeirra Boga i Hrappsey og Sigriðar var
Kríslín. Hún giftist fyrst síra Pórði Ólafssyni, en
siðan Skúla Dalasýslumanni Magnússyni á Skarði
(f. 1768, d. 1837). Faðir hans var Magnús sýslu-