Andvari - 01.01.1922, Blaðsíða 13
AndvariJ.
Porvaldur Tfaoroddsen.
9
maður Ketilsson í Búðardal (f. 1730, d. 1803), einn
hinna merkuslu íslenzkra fræðimanna í lok 18. aldar,
vitur maður, auðsæll og hinn þjóðnýtasti. Magnús
sýslumaður var systursonur Skúla landfógeta Magnús-
sonar, og er þaðan Skúlanafn í þessari ætt. En kona
Magnúsar sýslumanns og móðir Skúla sýslumanns
var Ragnhildur Eggertsdóttir hins ríka á Skarði,
Bjarnasonar sýslumanns liins ríka á Skarði, Péturs-
sonar í Tjaldanesi, Bjarnasonar sýslumanns á Slaðar
hóli, Péturssonar sýslumanns á Staðarhóli, Pálssonar
sýslumanns á Slaðarhóli (Staðarhóls-Páls), Jónssonar
á Svalbarði, Magnússonar.
Eitl barna þeirra Skúla sýslumanns og Kristínar
Bogadóttur var Ragnliildur; hún giftist Þorvaldi
Sigurðssyni (eða Sivertsen) í Hrappsey (f. 1798, d.
1863). Þorvaldur var hinn mesti merkismaður, bú-
höldur mikill, auðugur og vitur. Faðir hans var Sig-
urður á Fjarðarhorni Sigurðsson, Brandssonar, og
liggja hér að breiðíirzkar bændaættir í marga ættliðu.
Bræður Porvalds í Hrappsey voru síra Olafur 1
Flatey og Mattías á Kjörseyri. Voru þeir frændur
Sigurður á Fjarðarhorni og synir hans allir talsverðir
fræðimenn og hafa ritað upp margt liandrita.
Eitt barna þeirra t’orvalds í Hrappsey og Ragn-
liildar Skúladóttur var Kristin Ólína (f. 1833, d. 1879),
annáluð fríðleikskona og hin mesta merkiskona. Hún
álti Jón sýslumann Þórðarson Thoroddsen (29. ágúst .
1854). Jón sýslumaður Thoroddsen (f. 181£, d. 1868) jjD
er þjóðkunnur maður af skáldskap sínum og einn
hinn ritfærasti íslendingur á 19. öld. Faðir hans var
f’órður beykir á Reykhólum (d. 1846), Þóroddsson
beykis á Vatneyri (f. 1742, d. 1798), Þóroddssonar
heyrara á Hólum (d. 1765), Þórðarsonar hringjara í