Andvari - 01.01.1922, Síða 14
10
Þorvaldur Thoroddsen.
[Andvari.
Skálholti, Jónssonar í Laugardælum, Jónssonar á
Hömrum í Grímsnesi, Jónssonar sst., Jónssonar refs
á Búrfelli, þess er tók af lífi Diðrik af Mynden,.
Sigurðssonar. Bróðir Þórodds beykis á Vatneyri var
Pórður Thoroddi, allmerkur náttúrufræðingur og hefir
ritað talsvert í þeirri grein og þó einkum um búskap,
akuryrku á íslandi og aðrar atvinnugreinir. Móðir
Jóns sýslumanns Thoroddsens og kona Þórðar á
Reykhólum var Þórey Gunnlaugsdóttir prests á Haf-
steinsstöðum (d. 1804), Magnússonar prests og annála-
ritara, Péturssonar, en móðir síra Gunnlaugs var
Ásgerður Pálsdóttir, systir hinna miklu ágætismanna
síra Gunnars í Hjarðarholti og Bjarna landlæknis.
Hér er að eins skýrt frá ættum þessum í ágripi
og karlleggur Porvalds Thoroddsens þó rakinn sem
'verða má, eins og venjulegt er í æviágripum. Hitt
er undarlegra, að ættfræðingar skuli ekki eins eða
jafnvel fremur rekja beina kvenleggi að mönnum;
myndi það þó oft engu ómerkara til athugunar. Ef
litið er á móðurætt Porvalds Thoroddsens, kemur
það í ljós, að enginn karlmaður er milli hans og
hinna ágætu Svalbarðsmæðgna, Ragnheiðar Péturs-
dóttur »á rauðum sokkum« og Steinunnar Jónsdóttur,
en þær virðast hafa borið af öðrum konum um sína
daga. Pessi ættleggur rekst svo: Ragnheiður (á rauð-
um sokkum), dóttir Péturs EiOptssonar, átti Jón
Magnússon á Svalbarði. Dóttir þeirra var Steinunn,
sem álti í siðara sinn Ólaf á Geitaskarði (son Jóns
sýslumanns Einarssonar á Geitaskarði og Kristínar
Gottskálksdóttur byskups, Nikulássonar). Peirra dóttir
var Guðrún, sem átti Hannes í Snóksdal (son Björns
Hannessonar hirðstjóra, Eggertssonar, og Þórunnar
Daðadóttur frá Snóksdal, Guðmundssonar). Dóttir