Andvari - 01.01.1922, Page 15
Andvari].
Porvaldur Thoroddsen.
11
þeirra var Þórunn, sem átti Gísla á Hrafnabjörgum
í Iiörðudal (son síra Björns í Saurbæ í Eyjafirði,
Gíslasonar, bróður Árna sýslumanns á Hliðarenda).
Dóttir þeirra var Ragnhildur, sem átti Þorgils á
Brimilsvöllum (son Jóns lögréttumanns Þorgilssonar
á Brimilsvöllum og Helgu Skaftadóttur prests á Set-
bergi, Loptssonar). Dóttir þeirra var Guðrún, sem átti
Magnús lögmann Jónsson í Mávahlíð og Ingjaldshóli,
Dóttir þeirra var Margrét, sem átti Gisla í Mávahlíð
(son Jóns byskups Vigfússonar á Hólum og Guðriðar
Þórðardóttur prests í Hítardal, Jónssonar). Dóttir þeirra
var Ragnheiður, sem átti síra Jón Jónsson í Stafholti.
Dóttir þeirra var Sigríður, síðasta kona Boga í
Hrappsey. Dóttir þeirra var Kristín kona Skúla sýslu-
manns Magnússonar á Skarði. Dóttir þeirra var Ragn-
hildur kona Þorvalds Sigurðssonar í Hrappsey. Dóttir
þeirra Kristín kona Jóns sýslumanns Thoroddsens.
Þorvaldur Thoroddsen fæddist í Flatey á Breiðafirði
þann 6. júní 1855. Var faðir hans þá sýslumaður i
Barðastrandarsýslu. Var Þorvaldur elztur sona þeirra
Jóns sýslumanns og Kristínar, og höfðu þau gengið
í hjónaband sumrinu áður. í það mund er Þorvaldur
fæddist, var í Flatey blómlegt menntalíf. Þar áttu þá
beima Brynjólfur kaupmaður Bogason (frá Staðar-
felli) og síra Ólafur Sigurðsson, bróðir Þorvalds í
Hrappsey, báðir þjóðkunnir ágætismenn og fræði-
menn tniklir, eins og þeir áttu kyn til. Þeir munu
hafa verið aðalmenn í félagi þeirra Flateyinga, sem
kallað var Framfarafélag; var það einkum lestrar-
félag, en hélt þó úti allmerku tímariti, Gesti Vestfirð-
ingi; félagið átti margt prentaðra bóka og handrita.
Það er til marks um framkvæmdir félagsins og áhuga,