Andvari - 01.01.1922, Page 16
12
Þorvaldur Thoroddsen.
tAndvari.
að það tók Gísla gamla Konráðsson til Flateyjar og
veitti honum föst árslaun ævilangt, lil þess að hann
gæti gefið sig óskiptan við sagnaritun og öðrum þjóð-
legurn fræðum. Fæðingarstaðurinn, menningarbragur
þar og aldarandi voru fyrirboðar um framtíð hins
unga sveins. Ekki skyldi Þorvaldur þó lengi dveljast
i Flatey, því að vorið eftir settust foreldrar hans að
í Haga á Barðaströnd. Þar bjuggu þau til 1862. Þá
fluttust þau búferlum i Borgarfjörð, því að Jón hafði
árinu áður fengið Borgarfjarðarsýslu að veitingu;
settusl þau þá að á Leirá í Leirársveit. Þorvaldur var
þannig á barnsaldri uppfæddur á tveim nafnkunnum
höfðingjasetrum, sem margar sögulegar minjar höíðu
að geyma; má þetta vel hafa hafl nokkur áhrif.
Jón sýslumaður Thoroddsen andaðist á Leirá þann
8. mars 1868, tæpra 49 ára að aldri. Sat þá ekkja
hans uppi með fjóra sonu þeirra, alla unga, og
horfði allerfiðlega fyrir henni. Jón sýslumaður Thor-
oddsen hafði verið lítill fjárgæzlumaður. Hann var
allra manna örlátastur og svo brjóstgóður, að hann
mátti ekkert aumt sjá. Er slíkum mönnum sjaldnast
vel hent að þurfa að ganga eftir sköttum og gjöldum
hjá almenningi, enda kenndi þess hér. Bú Jóns sýslu-
manns varð þrotabú, og hafði hann þó fengið stór-
eignir með konu sinni.
Þegar hér var komið, var Þorvaldur tæpra þretlán
ára gamall. Tóku þau hann þá að sér Jón bókavörður
Árnason og Katrín Þorvaldsdóttir frá Hrappsey, kona
bans, sem var móðursystir Þorvalds. Hafði Þorvaldi
verið komið fyrir hjá þeim þenna vetur, með þvi að
hægast var að fá í Reykjavík kennslu undir skóla. Átti
Þorvaldur síðan heima hjá þeim Jóni Árnasyni, til
þess er hann fór utan lil háskólanáms. Jón var