Andvari - 01.01.1922, Page 17
Aadvari].
Þorvaldur Thoroddsen.
13
alkunnur fræðimaður og átti margt bóka og hand-
rita. Heimilisbrag á heimili þeirra hjóna er svo lýst
af einum þeim nákomnum: »Þar réðu húsum höfð-
ingsskapur og mannúð, starfsemi og glaðværð, og
þangað var að sækja ýmsa þjóðlega menningu, sem
ekki var algeng á þeim tímum í Reykjavíkö.1) Það
þarf engum getum um það að leiða, að hjá Jóni
Árnasyni og í bókasafni hans hefir Þorvaldur fengið
það vegarnesti, sem lengi entist. Hefir vist hans þar
vafalaust mótað hann og þróað með honum iskapaða
og arffengna fræðiþrá og fræðianda að hætti íslenzkra
fræðimanna.
Þorvaldur gekk inn í latínuskólann í Reykjavík
sama vorið sem faðir hans dó. Sat hann síðan í
skólanum sjö vetur og útskrifaðist þaðan árið 1875
með heldur lélegum vitnisburði. Varð stærðfræði
honum þar einkum að fólakefli, líkt og orðið hafði
föður hans fyrr. Þar á móti voru bræður Þorvalds orð-
lagðir stærðfræðingar og reikningsmenn í skóla. Fór
hann mjög sinna ferða um námið og lagði litla rækt
við annað en það, sem hann felldi sig við. Sagði
hann síðar svo sjálfur frá, að sér hefði orðið mikill
hagur að því eftir á að hafa ekki skemmt sig með
oflestri og þvinguðum lærdómi í latínuskólanum;
niyndi það hafa teppt sjálfstæðan þroska sinn. Þó
las hann mikið á eiginhönd, bæði íslenzk sögurit
og rit um náttúruvísindi; einkum fekk hann þá
mætur á ritum Alexanders von Humboldts, hins mikla
náttúrufræðings, sem hann las mikið. Suinar náms-
greinir í skólanum lagði Þorvaldur og mjög mikia
alúð við; voru það einkum náttúrufræði og landa-
1) Theódóra Thoroddsen, Skirnir 1919, bls. 242.