Andvari - 01.01.1922, Side 19
Andvari].
Porvaldur Thoroddsen.
15
þó það, að Þorvaldur varð embættisbróðir hans við
latínuskólann og hlaut margvíslegan vísindaframa.
Síðla sumars 1875 sigldi Þorvaldur til Iíaupmanna-
bafnar til háskólanáms. Venjulega lögðu íslenzkir
stúdentar fyrir sig þær fræðigreinir, sem lágu til
embætta, guðfræði, lögfræði og fáeinir læknisfræði.
Örfáir menn lögðu stund á málfræði, enda var það
ekki talið bjargvænlegt nám, með því að guðfræðingar
voru yfirleitt jafnt settir málfræðingum eða jafnvel
teknir fram yfir þá í kennaraembætti. Náttúruvísindi
hafði þá enginn íslendingur lagt stund á við Kaup-
mannahafnarháskóla um marga áratugi. Slíkum
mönnum var ekki heldur vænlegur framtíðarvegur
hér á landi; í mesta lagi gálu þeir vænzt kennara-
embættis við latínuskólann. Þorvaldur gaf sig ekki
að þessu; hann fór ekki eftir því, hvað björgulegast
myndi, heldur valdi liann sér að námi þær fræði-
greinir, er hugur hans stóð mest til, þær er hann
hafði sinnt mest í latínuskólanum, náttúruvísindi, og
kaus í fyrstu dýrafræði að höfuðnámsgrein.
Þorvaldur lauk síðan prófi í heimspeki, sem til er
skilið, þann 26. maí 1876, með II. einkunn. En urn
það bil skyldi sá atburður verða, er hafa skyldi
mikil áhrif á framtíð Þorvalds. Jm þessar mundir
var sá maður kennari í náttúruvísinduin (einkum
steinafræði), er Frederik Johnstrup hét, allmerkur
vísindamaður. Hann hafði afráðið að rannsaka eld-
gos á Mývatnsöræfum og áhrif þeirra. Voru tilefni
þessa Dyngjufjallagosin miklu, sem orðið höfðu árinu
áður. Hafði ríkissjóður Dana veitt styrk til þessara
rannsókna. Aðalaðstoðarmaður Johnstrups hét Howitz.
Að hvötum Johnstrups sókti Þorvaldur nú um leyfi
«1 þess að fá að taka þátt i þessari för, sér að