Andvari - 01.01.1922, Page 20
16
Þorvaldur Tboroddsen.
[Andvari-
kostnaðarlausu. Þókti Johnstrup hér vera gott læki-
færi hinum unga lærisveini sínum til þess að kynn-
ast náttúru landsins, á honum ókunnum svæðum.
En of ungur þókti Johnstrup þorvaldur til þess að
gerast aðalaðsloðarmaður sinn. þorvaldur fekk leyfi
þelta, og skyldi allur kostnaður við för hans greiðast
ai ferðakostnaðarsjóði þeirra félaga. Síðan lögðu þeir
félagar af stað frá Kaupmannahöfn þann 29. maí
með gufuskipinu »Arcturus« og komu til Reykjavíkur
8. júní. Síðan fóru þeir með herskipinu »Fylla« frá
Reykjavík þann 12. júní til Akureyrar. Frá herskip-
inu fekk Johnstrup Caroc liðsforingja sér til aðstoðar;
skyldi hann vinna að landmælingum og gera upp-
dráttu á rannsóknarsvæðinu eða þeim hlutum þess,
sem lítt voru kunnir. Frá Akureyri fóru þeir félagar
síðan þann 26. júrii upp í hálendið og öræíin, og
höfðust þar við og í þingeyjarsýslu til 17. ágúst. Þá
héldu þeir til Akureyrar aftur og þaðan heimleiðis.
Samtímis því sem þeir félagar voru nyrðra, var enn
einn danskur vísindamaður, Christian Grönlund,
merkur grasafræðingur, að grasa- og jurtarannsókn-
um við Mývatn. Þorvaldur tók þá einnig þátt í
rannsóknum með honum og hafði þannig tvöfalt
gagn af ferðinni. Johnslrup ber Þorvaldi það vitni,
að hann hafi verið sér til mikils gagns margsinnis í
ferðinni, einkum siðara hluta rannsóknanna, og segist
halda, að þeim kostnaði, sem leitl hafi af Þorvaldi
í ferðinni, sé vel varið og að það fé muni bera ávöxt
í framtíðinni.1)
Þessi för hafði stórmikil áhrif á Þorvald og framtíð
1) hidberetning oni den af Professor Johnstrup foretagne Undersö-
gelsesreise paa Island í Sommeren 187(5. (Særskilt Aftryk aí Rigsdags-
tidendén.) Kaupmannaliöfn 1877.