Andvari - 01.01.1922, Page 21
Andvari].
Porvaldur Thoroddsen.
17
hans. Með henni var stofnað til þeirra tveggja þátta,
sem ásamt söguritun hans eru sterkastir i ævistarfi
hans síðar. Eru þeir annars vegar eldfjallarannsóknir
og jarðfræðarannsóknir, sem þar af leiddi, hins vegar
landslýsing og ferðalög til rannsókna i þá átt. Abrifa
þessarar ferðar kenndi og þegar í námi Þorvalds við
háskólann. Gaf hann nú frá sér dýrafræðinám að
höfuðnámi, en sökkti sér nú niður i jarðfræði og
stundaði þá grein af hinu mesta kappi. Dvaldist
hann nú um hríð í Kaupmannahöfn og mun hafa
hafl lik kjör öðrum fátækum íslenzkum stúdentum,
lítið annað fé handa á milli en námstyrk þann,
sem háskólinn veitti og Garðstyrkur var kallaður.
Það skal ósagt látið, hvort Porvaldur hefir hugsað
sér að taka próf í náttúruvísindum við háskólann.
Svo mildð er víst, að ef'tir fimm ára nám þar hvarf
hann frá, hvort sem hann hefir þá ekki treyst sér
til þess að ganga undir próf eða sökum féleysis ekki
árætt að halda áfram námi, til þess er hann fengi
tekið prófið. Eftir fjögurra ára nám var Garðstyrk
lokið, og átti Þorvaldur þá einskis styrks að vænta
annarstaðar frá, nerna ef vera kynni að láni, og var
honum því nauðugur sá einn kostur að vinna fyrir
sér sjálfur og skima um eftir lifvænlegr.i stöðu.
Það var nú Þorvaldi happ að þessu leyti, að með
iögum 14. dezember 1877 og 7. nóvember 1879 hafði
verið samþykkt að setja á stofn gagnfræðaskóla á
Möðruvöllum i Hörgárdal, og skyldi þar veitt talsverð
kennsla í náttúrufræði og landafræði. Siðan var
það ákveðið, að skólinn skyldi taka til starfa haustið
1880. Til náttúrufræðakennslu var tæplega völ á
öðrum manni þá hérlendum en Þorvaldi, enda var
honum veitt þar annað kennaraembætti 30. júní