Andvari - 01.01.1922, Síða 22
18
Þorvaldur Thoroddsen.
[Andvari»
1880, frá 1. október það ár að telja. Launin voru
sæmileg að þeirrar tíðar hætti, 2000 kr. um árið.
Hins vegar var það lítið keppikefli ungum og áhuga-
sömum fræðimanni að setja sig niður á svo einangr-
aðan stað við lítinn bókakost. Það bætti þó mikið
úr, að kennsla stóð að eins sjö mánuði ársins, svo
að þessi kennari var sjálfráður um starfsemi sína
nálega hálft árið. F*etta var einkum hentugt náttúru-
fræðingi, sem ferðast vildi um landið, kynna sér
það eða rannsaka náttúru þess. Þorvaldur settist nú
að á Möðruvöllum, átti þar heima í sjálfu skóla-
húsinu og kenndi samfleytt fjögur ár. Kennslugreinir
hans þar voru náttúrusaga og landafræði alla líð,
enn fremur saga þrjú síðustu árin, danska þrjú fyrstu
árin og reikningur fyrsta árið.
En þótt Porvaldur hefði gott næði nyrðra, þá inun
hann samt hafa þráð að komast burtu þaðan, sökum
einangranar og bókaskorts. Um veturinn 1883 hafði
Benedikt adjunkl Gröndal, sem kennt hafði náttúru-
vísindi og landafræði í lærðaskóla Reykjavíkur, verið
leystur frá embælli, en kennarar skólans skipl niður
á sig kennslugreinum þeim, er hann hafði kennt;
fór hér saman, að engir þeirra höfðu numið þessar
greinir að háskólanámi, enda mun þeim hafa verið
óljúft að taka við kennslunni. Hugur Þorvalds mun
hafa stefnt suður, er þessi breyting varð, sem vonlegt
var að ýmsu leyti, enda hafði hann þá þegar getið
sér góðan orðstír í kennarastöðu og hafði samið
ritgerðir, sem báru vott um áhuga hans og þekking
i fræðigreinum hans. Fjárhagslega var þó ekki eftir
hetri kjöruin að slægjast; launin voru jöfn (2000 kr.
á ári) og kennslutíminn lengri um árið (níu mán-
uðir). Breylingu á þessu varð þó ekki við komið að