Andvari - 01.01.1922, Page 23
Andvori].
Þorvakiur Thoroddsen.
19
sinni, með því að öll kennaraembætti við lærða-
skólann voru þá fullskipuð.
Meðan á þessu stóð hugði Þorvaldur að atla sér
meiri þekkingar í þeim greinum náttúruvísinda, sem
hann hafði mestan áhuga á, og réðst til utanferðar
í því skyni, en fekk Benedikl Gröndal til þess að
kenna á meðan kennslugreinir sinar við Möðruvalla-
skóla. Var þetla haustið 1884. Ferðaðisl Þorvaldur
þá um Bretland, Býzkaland, Svissland og Ítalíu og
var utan árlangt. Naut hann til þessa styrks af
almannafé. í þessari för dvaldisl hann lengi í Leipzig
á Þýzkalandi og stundaði nám i jarðfræði við há-
skólann þar; naut hann þar fræðslu hins fræga
land- og jarðfræðings Fr. von Richthofens, sem þar
var þá háskólakennari, og taldi Þorvaldur sér hið
mesta gagn að þessu.
Þá um vorið (1885) skipaðist svo við lærðaskólann,
að þar varð rúm Þorvaldi, enda var þá ekki um
annan að ræða en hann, er Benedikt Gröndal var
frá horfinn, er tekið gæti að sér kennslu i náttúru-
vísindum við skólann. Þorvaldi var veitt adjunkts-
embætti við lærða skólann 29. júlí 1885, frá 1.
október þá um haustið að telja; fluttist hann þá
alfarinn til Reykjavikur, átti þar nú heimn um all-
langt árabil og hafði á hendi kennslu. Fekk Þor-
valdur nú miklu belra kost bóka og handrita syðra
en áður hafði haft nyrðra og gat nú miklu fretnur
en áður gefið sig við ritstörfum, enda sá það brátt
á, því að hann gerðist hinn iðjusamasti maður og
stórmikilvirkur rithöfundur.
Kennslugreinir hans við lærðaskólann voru að
sjálfsögðu náttúrufræði og landafræði, alla lið meðan
bann var þar kennari. En auk þess varð hann, eins