Andvari - 01.01.1922, Page 24
20
Þorvaldur Thoroddsen.
[Andvari.
og aðrir kennarar skólans, að sætta sig við, að á
hann væri hlaðið óskyldum námsgreinum, sökum
skorts á kennslukröftum við skólann, f*ví var það,
að hann kenndi lengstum þýzku í skólanum og enn
fremur teiknun.
Það er einróma vitnisburður lærisveina Þorvalds,
að hann hafi verið allra kennara liprastur og skemmti-
legastur. Einum lærisveina hans fara svo orð um
hann að þessu leyti: »Af lærisveinum sínum var
hann prýðilega látinn, en í rauninni mátu menn
hann meira fyrir sakir mannkosta hans en kennara-
kosfa. Eiginlegur bókþululærdómur var honum and-
stæður, en hann hafði gott lag á því að opna augu
nemandanna fyrir ýmsu, sem bækur sýndu þeim
ekki. Oft fór mikill hluti kennslustundar i frásagnir
um hitt og þetta, sem fyrir hafði komið á ferðum
hans eða hann hafði lesið, og aldrei þreyltist hann
á að hvetja námsveinana til lestrar og athygli á
eiginspýtur. Kennslutæki skólans voru svo léleg, að
kennsla hans í grasafræði og dýrafræði gat ekki
komið að fullum notum; þó gat hann og í þessum
greinum vakið áhuga nokkurra lærisveina sinna.
Þar á móti er kennsla hans í landafræði og þó
einkum jarðfræði vafalaust ein hinna ljúfustu endur-
minninga, sem lærisveinar hans hafa að geyma frá
skólaárum sínum. Hispurslaust og frjálslegt látæði,
umburðarlyndi hans og réttlátleg framkoma gagn-
vart lærisveinum hans vöktu virðing þeirra
fyrir honum og vináttu til hans. Lærisveinar hans
voru ekki hræddir við hann, en samt sem áður kom
engum þeirra það til liugar að sýna honum ókurteisi
eða vera nærgöngull við hann á nokkurn hátt. Og
lærisveinar hans, sem kynntust honum ulan kennslu-