Andvari - 01.01.1922, Síða 25
AndTari|.
Porvaldur Thoroddsen,
21
stunda eða hittu hann á ferðalögum hans á sumrum
víðs vegar um ísland, höfðu svo margt að segja
félögum sínum af skemmtni hans og alúðarsemi úti
í frá og heima fyrir, að hann varð við það enn
vinsælli en ella myndi. Hér til dró það enn fremur,
að vaxandi frægð hans á vísindabrautinni náði einnig
til eyrna hinna ungu lærisveinacc.1)
Þorvaldur hélt kennarastöðu við lærðaskólann til
1899; þá (1. dezember) var hann leystur frá kennslu-
störtum sínum frá áramótum. Pó hafði hann ekki
sinnt kennslu þar um nokkura hríð áður, en haldið
þó embætti sínu, og eins hafði hann fyrr meir verið
tjarvistum frá skólanum um tíma og haldið þá aðra
kennara við skólann á sinn kostnað. Svo var árið
1892—93; var hann þá í útlöndum. Árið 1894—95
hafði hann aðra sér til aðstoðar við kennslustörf
sín, en dvaldist þó hérlendis. Eu frá þeim tíma kom
hann ekki að skólanum framar, heldur sat i Kaup-
mannahöfn á vetrum og vann að ritum sínum, en
ferðaðist hér á sumrum fyrst framan af.
Árið 1882 hóf Þorvaldur rannsóknarferðir sínar
um landið og hélt þeim áfram því nær óslilið til
1898, með þeim árangri, sem birtist síðan í ritum
hans og skýrslum. Þegar Þorvaldur hóf ferðir þessar,
var hann orðinn nokkuð kunnur maður. Hann hafði
samið nokkurar ritgerðir, sem birzt höfðu i blöðum
og tímaritum, einkum lútandi að náttúruvísinum,
bæði á íslenzku og dönsku (í »Geografisk Tidsskriftcc).
íslenzku timaritin (aSkírnircc og siðan »Tímarit Bók-
menntafélagsinscc, »AImanak Pjóðvinafélagsinscc og
»Andvari«) höfðu öll flutt merkar greinir eftir hann,
Sig/ús Blöndal i Det nye Nord, 3, Anrg. 1921, nr. 11,
2