Andvari - 01.01.1922, Síða 26
22
Þorvaldur Thoroddsen.
[Andvari
einkum »Andvari«, og má telja, að »Andvari« haíi
jafnan verið höfuðmálgagn Þorvalds; hafa í því tíma-
riti birzt ritgerðir ettir hann, sem samtals munu nema
nálægt 1500 bls. Út var þá komin ein bók hans,
»Lýsing íslands, ágrip«, sem kom út 1881 í fyrsta
sinn1) (3. útg. 1920), hin iiðlegasta kennslubók. í
prentun var rit hans um sögu íslenzkra eldfjalla, er
hann hafði samið á dönsku og út kom í Kaupmanna-
höfn á því ári (Oversigt over de islandske Vulkaners
Historie). Nú var það vitanlegt, að fátækur embættis-
maður myndi ekki fá því orkað á eiginramleik að
leggjast í rannsóknarferðir vegna kostnaðar. Fyrir
því hafði Porvaldur leitað til alþingis 1881 um ferða-
styrk til rannsókna sinna. Fjárvarðveizla landsins
var þá nýkomin inn í landið, tekjur litlar og þeim
varið eingöngu til þess, sem nauðsynlegt var talið,
en styrkveitingar til íræðimanna máttu þá teljast
óþekktar. Samt sem áður veitti alþingi þorvaldi 1000
kr. styrk til ferðanna hvorl ár hið næsta, alveg eins
og hann hafði farið fram á í styrkbeiðni sinni til
alþingis, auk 500 ltr. til verkfærakaupa, og mátti það
heita sæmileg úrgreiðsla, þegar þess er gætt, hvað fá
mátti um þessar mundir fyrir þá fjárhæð og hve ódýrt
var þá að ferðast hér að tiltölu við það, sem nú er;
naut Þorvaldur að þessu rita sinna, sem þóktu veita
gott fyrirheiti um góðan árangur Fað er og sannast
að segja, að Þorvaldur brást ekki trausti þessu. Pessi
sami styrkur var síðan jafnan tekinn upp í fjárlaga-
frumvörpin af stjórninni að tilmælum Þorvalds og
samþykktur af alþingi lengi vel, svo að Þorvaldur naut
styrks þessa í samfleytt átta ár (1882—9). En á al-
1) Var þýdd jafnharðan á norsku af hinuni merka náttúrufrœðingi
Amund Helland og kom út i Kristjaníu 1883.