Andvari - 01.01.1922, Qupperneq 27
Andvari|.
Þorvaldur Thoroddsen.
23
þingi 1889 var þessi liður felldur niður í fjárlögun-
um árin 1890 og 1891. 1 umræðum um þetta mál á
á alþingi þá gegn þessari fjárveitingu kennir ýmissa
grasa. Þó sýnist það einkum háfa vakað fyrir flest-
uin þá, er andvígir voru styrknum, að þeir vilji gefa
Þorvaldi hlé um tveggja ára bil, til þess að vinna úr
þvi, sem hann hafði safnað á ferðum sinum, en að
þeim tima liðnum væri fjárveitingunni haldið áfram
sem áður. f*ess má geta, að á þingi 1885 hafði fjár-
veitingin verið bundin við jarðfræðarannsóknir og
söfnun til jarðfræðilýsingar íslands. Til marks um
það, hvernig sumir þingmenn litu á þetta mál á
þingi þá, er hér tekinn kafii úr ræðu eins þingmanns-
ins um þetta efni:
»En um stafliö b get eg par á móti ekki orðið nefndinni
samdóma; það er styrkur til sama manns, þ. Thoroddsens,
til að safna til jarðfræðislýsingar íslands. . . . Annaðhvort
á þetta að þýða: til að skrásetja árangur ferða sinna; eða
það á að þýða: til að semja jarðfræðilýsing íslands. Mér
finnst hið fyrra: rannsóknirnar og skrásetning árangurs
þeirra, sem eg veið að álíta, að fari saman, því að rann-
sókn, sem ekki er frá skýrt, er þýðingarlaus — mér finnst
þá þetta vera nóg og fullnóg verkefni fyrir hann, einkum
þar sem hann er jafnframt fastur konunglegur embættis-
maður, og þvi er ekki að búast við, að hann geti gefið sig
við að semja mikið meira en að skrásetja árangur ferða
sinna og rannsókna, auk þess sem hann rækir embætti sitt.
Mér er annars kunnugt um, að fyrir 2 árum var hann þeg-
ar búinn að semja nokkurn part af þessari lýsingu, og bauð
hann Bókmenntafélaginu hann, en það hafnaði þvi boði
að svo komnu, at þvi að það vildi ekki taka part af þessu
UPP í Tímarit sitt. En því var að eins gefinn koslur á því
til þess, en ekki sem sérstöku riti. Eg get þess vegna ímynd-
að mér, að hann sé þegar kominn talsvert á leið að semja
Þá iýsingu, sem hann hugsar sér. En ef hér er átt við
ferðasögu hans hér um landið, þá sé eg enga ástæðu til
þess að veita styrk til þess að gefa hana út, því að ai