Andvari - 01.01.1922, Side 29
Andvari].
Þorvaldur Thoroddsen.
25
áður en hann þæktist hafa rannsakað það, er hann
taldi þurfa; fyrir því útveguðu þeir Þorvaldi fjárstyrk
til rannsókna frá auðmönnum tveim útlendum, Oscar
Dickson baróni í Gautaborg og A. Gamél stórkaup-
manni í Kaupmannahðfn, frömuðum miklum mennta
og vísinda. Fyrir tilstilli þeirra fekk því f’orvaldur
haldið áfram rannsóknarferðum sínum sumurin 1890
og 1891, svo að tiltæki þingsins varð árangurslaust.
Á alþingi 1891 lagði stjórnin fyrir frumvarp til fjár-
laga árin 1892 og 1893 og hafði þar enn tekið
upp sömu fjárhæð sem áður til rannsókna Þorvalds,
eins og stjórnin hafði jafnan gert hin fyrri árin að
tilmælum Þorvalds, og var nú styrkurinn samþykktur
umræðu- og andmælalaust, og hélzt hann svo jafnan
siðan til ársloka 1899. Siðustu árin naut og Þorvaldur
til ferðanna styrks úr Carlsbergssjóðnum danska. Þetta
varð honum að þvi leyti til bóta, að nú gat hann
eytt meira tíma í ferðirnar, haft betra útbúnað bæði
að verkfærum og öðru, og loks slapp hann nú hjá
þvi að þurfa að gjalda úr eiginvasa það, sem ferða-
kostnaðurinn nam um fram styrkinn, en svo hafði
stundum að borið hin fyrri ár á ferðum hans.
Árið 1898 hafði Þorvaldur lokið rannsóknarferðum
sinum um landið. Árið eftir fór hann fram á það
við stjórnina, að hann væri leystur frá embætti sínu
við lærða skólaun frá áramótum 1899—1900 með
fullum eftirlaunum, til þess að hann gæti óskiptur
gefið sig við ritstörfum og birt árangur ferða sinna
og rannsókna og þess, er hann hefði safnað um
náttúru landsins. Stjórnin varð vel við þessu, og í
fjárlagafrumvarpi því, er hún lagði fyrir alþingi 1899,
ætlaði hún Þorvaldi í full eftirlaun 1000 kr. á ári.
Þetta þókti þingmönnum lítilmannlega launað mikið