Andvari - 01.01.1922, Page 30
26
Þorvaldur Thoroddseu.
[Andvai-i.
starf, og var það þá samþykkt nálega andmælalaust,
að veita skyidi Þorvaldi 2000 kr. árlega í eítirlaun,
og hélzt svo, meðan hann lifði. Auk þess naut hann
jafnan eftir þetta styrks til ritstarfa úr ríkissjóði
Dana.
Þorvaldur hóf ferðir sinar til rannsókna um land-
ið árið 1882, en lauk þeim árið 1898. Hann birti
jafnan skýrslur sínar eða ferðasögur í »Andvara«, en
jafnframt kom hann þeim eða útdrætti úr þeim í
útlend náttúruvisindatímarit eða blöð, sem hvarvetna
stóðu honum opin. Komu skýrslur þessar oft sam-
tímis út í mörgum ritum, jafnvel á sama máli, vit-
anlega helzt á Norðurlandamálunum og þýzku, en
þó oft einnig á ensku og frakknesku. Öllum þessum
skýrslum sínum safnaði hann síðar saman, gaf þær
út i einu lagi árin 1913—1915 og kallaði »Ferðabók«.
Er rit þetta 4 bindi.
Það er ekki víst, að öllum sé það ljóst að fyrra
bragði, hvílíkt stórvirki hér er um að ræða, ekki að
eins að visindalegum árangri, heldur og það er tek-
ur tii ferðanna sjálfra; munum vér því athuga hvort
tveggja litils háttar til nánara yfirlits.
Þegar Þorvaldur hóf rannsóknarferðir sínar árið
1882, var í rauninni mikiil hluti af upplandi íslands
ókannað að öllu leyti. Að eins einn vísindamaður,
Björn Gunnlaugsson (d. 1876), hafði reynt lil þess
að kynna sér upplönd og auðnir landsins, en orðið
að láta sér nægja að atbuga aðaldrættina og þá
stundum mjög lausiega, sem vonlegt var, eftir þeim
tækjum og fjárframlögum, sem hann átti kost á. Upp
úr þessum athugunum hans varð til uppdráttur Is-
lands hinn mikli, sem enn er notaður og jafnan
mun geyma minning þessa ósérhiífna vísindamanns.