Andvari - 01.01.1922, Page 32
28
Þorvaldur Thorodsen.
iAndvari.
er því veðráttan mjög til tálmunar öllum rannsókn-
um. Annar mikill farartálmi er gróðurleysi; að því
kveður svo mjög i óbyggðunum, að flytja verða ferða-
menn með sér hey banda hestunum. Þorvaldur og
fylgdarmenn hans urðu oft á ferðum sínum að slá
gras og þurrka og flytja með sér til þess að vera ör-
nggir um fóður handa hestunum. En hesta þurfti
tiltölulega marga sökum mælingaáhalda og annarra
vísindalegra tækja. Matvælabirgðir þurfti og nægi-
legar. Yfirleitt varð Þorvaldur oftast að hafa það
hugfast í leiðöngrum sínum, að ekki væri mannlegr-
ar hjálpar að vænta fyrr en í margra dagleiða fjarska.
Dögum satnan mátti búast við því, að sandstormar,
snjóveður og þokur tepptu förina. Urðu þeir Por-
valdur, þegar svo bar undir, að hafast við í tjaldi
marga daga í senn. Var þá ekki annað til dægra-
styttingar en bækur. t*orvaldur skýrir svo frá, að
hann hafi jafnan haft með sér á ferðum sínum þess-
ar bækur: Ferðabók Eggerts Ólafssonar, Historisk-
topografísk Beskrivelse af Island eftir Kr. Kálund,
nokkur rit um jarðfræði og náttúruvísindi; enn frem-
ur jafnan til skemmtilestrar Ansichten der Natur eft-
ir Alexander von Humboldt, Faust eftir Goethe og
tvö rit eftir John Lubbock. Það var oft til mikils
trafala á ferðunum, að ekki voru til úppdrættir af þeim
stöðum, sem farið var yfir. Áttavitinn brást stundum,
þar sem mikið var um járnborna steina eða járn-
kennd jarðarefni. Sumstaðar lágu fyrir víðáttumiklir
flákar, þaktir foksandi eða hnullungagrjóti, algerlega
ókleifir yfirferðar hestum. Sumstaðar rákust þeir fé-
lagar á brattar gjár eða fen og mýraflóa, sem ófærir
voru, og urðu þá að fara langa króka til þess að
sneiða hjá þeim. Stundum varð þorvaldur að klífa