Andvari - 01.01.1922, Side 33
Andvari].
Þorvaldur Thoróddsen.
29
hæst upp á fjallahryggi og halda áfram ferðinni með
hestana eftir þeim, því að neðar lágu dalir, ófærir
yfirferðar, sökum gljúfra, fljóta og hraunklungurs,
enda ærið villugjarnt viða. Vísindamönnum, sem um
Island hafa ferðazt, hafa oft orðið ferðir þeirra að
slysi eða fjörlesti. Þorvaldur komst og oft í krapp-
an danz á ferðum sínum, og reyndi oft á dug hans,
hugrekki og snarræði. Kom honum það vel, að hann
hafði í ríkulegum mæli fengið þessa kosti í vegar-
nesti, ella myndi hann stundum ekki hafa sloppið
slysalaust úr ógöngunum. Á hér við það, sem einn
höfundur segir um Þorvald, að ekki sé minna um
vert hetjudug einstaks vísindamanns í viðureign hans
við náttúruöflin en hermanns á orrustuvelli.1)
Vísindalegur árangur af rannsóknarferðum Þorvalds
varð ekkert smáræði. Hann hefir sjálfur gert góða
grein fyrir ferðum sínum að þessu leyti í IV. bindi
Ferðabókar sinnar, og er enginn kostur á þessum
stað að rekja það til hlítar, heldur vísast um það
þangað. Hér skal að eins vikið á höfuðatriðin.
Um landlýsing og staðlýsing landsins er það að
segja, að þar var vart að vænta mikilla breytinga
á uppdráttum byggða og stranda, enda lutu rann-
sóknir Þorvalds lítt að því, og hefir hann þó lagfært
þar ýmsa ónákvæmni. Uppdráttum af upplöndum og
óbyggðum landsins breytti hann þar á móti stór-
vægilega. Hann varð fyrstur manna til þess að rann-
saka stöðuvötn þau hin miklu, er liggja vestur og
suður af Vatnajökli og Fiskivötn eru kölluð eða
Veiðivötn, og enn fremur fjalllendi þar í grennd og
upptök ánna um þær slóðir; upptök Skaftár og
1) Sigfús Blöndal, i. c.