Andvari - 01.01.1922, Side 34
30
Porvaldur Thoroddsen.
[Andvari.
Hverfisfljóts og rás þeirra kannaði hann 1889 og
1893 og gerði uppdrátt af; sömuleiðis fjöllin milli
Tungnaár og Skaftár, fjöllin og hrafntinnuhraunin
við Torfajökul. t*á kannaði hann og Eldgjá, stórkost-
legustu eldsprungu jarðarinnar; þaðan runnu Skaftár-
eldarnir miklu, mestu eldgos, sem sögur fara af. Árið
1884 mældi hann upp óbyggðirnar milli Jökulsár á
Fjöllum og Skjálfandafljóts og breytti uppdrættinum
geysimikið. Þar fundust þá ýmis fjöll, áður ókunn,
og eitt stöðuvatn. Árið 1888 fannst eldtjall mikið,
Strýtur, í óbyggðum. Nálægt 1200 hæðamælingar tók
Þorvaldur á ferðum sínum. Hæð snælínunnar á
fjöllum landsins var rannsökuð vandlega og þar
með breytingar jökla og fanna. Margar merkar rann-
sóknir og athuganir voru gerðar um uppruna stöðu-
vatna, dala og tjarða.
En þótt Þorvaldur hafi unnið stórvirki í almennri
landfræði íslands, þá má þó vera, að enn meira hafi
kveðið að árangri rannsókna hans um jarðfræði
landsins. Sænskur vísindamaður, C. W. Pajkull að
nafni, hafði árið 1867 gefið út jarðfræðikort íslands
í litlum mælikvarða, 1 : 1920000, en það var mjög
ófullkomið, sem von var til, því að jarðfræðingar
höfðu þá enn naumast kannað tíunda hluta landsins,
og það þó iauslega. Jafnóðum sem Þorvaldur kannaði
landið gerði hann jarðfræðilega uppdrætti lands-
hlutanna, en felldi þá siðan saman í einn uppdrátt
í mælikvarðanum 1 : 600000, og er það jarðfræði-
uppdráttur hans, sem út kom árið 1901. Þar eru í
fyrsta sinn flokkuð eldljöll eftir eðli og gerð. Þar
eru og sýnd forn sjávaiborð og malarkambar kring-
um land allt. Rannsóknirnar juku mjög þekking
vora á bergtegundum og steinum, bæði hverjir væru