Andvari - 01.01.1922, Page 35
Andvari].
Þorvaldur Thoroddsen.
31
og hvar fyndusl. Surtarbrandsrannsóknir hans voru
og stórmerkar. Sérstaklega veitti t’orvaldur þó athygli
eldliöllum, hraunum og ísaldarminjum. þegar Þor-
valdur hóf ferðir sínar, þekktu menn hér á landi
hér um bil 30 eldljöll; þó hafði að eins 6 þeirra
verið lýst nákvæmlega af jarðfræðingum. í lok rann-
sókna sinna hafði Þorvaldur skrásett 130 eldfjöll á
íslandi og hyggur þó, að enn kunni að vera til
nokkur ókunn. Auk þess rannsakaði hann og fann
70—80 eldsprungur og gígaraðir, áður ókunnar, sem
einkenna eldsumbrotin á íslandi og minna á eldri
tímabil í sögu jarðarinnar. Eftir landskjálftana miklu
sunnanlands árið 1896 ferðaðist Þorvaldur um land-
skjálftasvæðið og gerði þar mikilvægar athuganir um
uppruna landskjálfta þessara, sem greiddu síðar fyrir
skilningi manna á landskjálftum yfirleitt. Hveri og
laugar rannsakaði hann nákvæmlega á ferðum sínum,
samtals 109 hveri, þar af 80 áður ókunna. Sama máli
gegndi um brennisteinshveri og brennisteinsnámur.
Rannsóknir hans um jarðlagaskipan íslands og jarð-
sköpunarsögu leiddu til nýrra skoðana og kenninga
um þessi efni.
Aðalstarf Þorvalds á ferðum hans voru rannsóknir
um landfræði og jarðfræði íslands. En jafnframt
athugaði hann ýmislegt um náttúru landsins og
lifnaðarháttu þjóðarinnar. Grösum safnaði hann, unz
aðrir lærðir menn tóku að vinna að því starfi.
Sama máli gegndi um dýrafræði landsins.
Af því, sem nú var talið, geta menn fengið hug-
boð um, hvílíkt starf liggur eftir þenna mann í
þarfir landsins. Hér skal ekki að öðru leyti dæmt
um gildi eða árangur rannsókna Þorvalds, en vel
má þykja við eiga að þessu leyti að benda á orð