Andvari - 01.01.1922, Page 36
32
Þorvaldur Thoroddsen.
lAndvari.
hans sjálfs: öÞegar um árangur vísindalegra rann-
sókna er að ræða, verður að bera þær saman við
fyrri framkvæmdir, til þess að hægt sé að sjá, hve
miklu hefir orðið ágengt og hverjum framförum
þekkingin hefir tekið við hinar nýju athuganir. . . .
Þegar menn dæma um verk annarra, hættir þeim við
að bera þau saman við það, sem síðar hefir fundizt
. . ., en þetta er ekkert réttlæti gegn þeim vísinda-
mönnum, sem unnið hafa á liðnum tíma; verðleika
þeirra á eingöngu að dæma eftir þekkingarstigi því,
sem var, þegar þeir hófu rannsóknir sínar. . . . Þeim
verður því réttilega talið til gildis það, sem þeir
hafa aukið þekkinguna, en þeir geta eðlilega ekki
borið ábyrgð á því, sem seinna verður, eða séð fram
í ókomnar tíðir.w1)
Áður en Þorvaldur tók að ferðast um landið og
eftir það, samhliða kennslustörfum sínum á vetrum,
kynnti hann sér allt, sem hann komst yfir af því,
sem ritað hafði verið um landið fyrr og siðar, jafnt
prentað sem óprentað. Þetta var upphaflega gert
vegna jarðfræði og landfræði landins. En við þessar
rannsóknir hlaut Þorvaldur að kynnast mjög sögu
landsins og bókmenntum og þó einkum menningar-
sögu. Leiddi þetta til þess, að til varð »Landfræðis-
saga íslands«, rit í 4 bindum, sem út kom á kostnað
Bókmenntafélagsins árin 1892—1904. Riti þessu var
einkum ætlað að fjalla um nhugmyndir manna um
ísland, náttúruskoðun þess og rannsóknir fyrr og
siðar«. En það var næstum óbjákvæmilegt, að inn í
það kæmist ýmislegt, sem varðaði framar sögu
landsins en náttúrulýsing eða landlýsing. I riti
1) FerÖabók IV. bindi, bls. 154.