Andvari - 01.01.1922, Page 37
Andvari).
Porvaldur Thoroddsen.
33
þessu er að visu farið nokkuð lauslega yfir sumt,
en þar er þó að íinna merk drög til menningarsögu
landsins á sumum sviðum; má hér einkum til nefna
kaflann um 17. öldina, sem er hin fyrsta og fyllsta
viðleitni til lýsingar menningu landsmanna og hugs-
unarhætti á því tímabili. Rit þetla má og að nokkuru
leyti kallast námssaga forvalds sjálfs, því að það
hefir að geyma útdrætti hans úr ritum þeim, sem
hann fór yfir og þetta efni vörðuðu, tengda saman í
eitt, enda kemur það vel í ljós af gerð ritsins, skipu-
lagi og tilhögun þess í öndverðu. Er þetta að sumu
leyti kostur.
Sama máli gegnir um wLýsing íslands«, sem út
hófst að koma 1908 og enn er ekki að öilu komiu
út; það rit tekur bæði til landfræði landsins og
sögu þjóðarinnar. En sá er munurinn, að mestallt
efnið þar er áður kunnugt höfundinum en hann hefur
að rita. Af þessu verki eru nú 3 bindi alveg komin
út og hafa að geyma eiginlega landlýsing og náttúru-
lýsing ásamt sögu atvinnuvega þjóðarinnar.
Þorvaldur gerði sér jafnan far um það að koma
aðalefninu af árangri rannsókna sinna út á höfuð-
málum Norðurálfunnar, til þess að þær gætu orðið
vísindunum að gagni og til þess að auka þekking
inanna á landinu. Vann hann með þessu stórmikið
gagn, ekki að eins með því að lagfæra rangar hug-
myndir manna um landið og náttúru þess, lieldur
•og með því að vekja áhuga inniendra og þó einkum
útlendra fræðimanna á náttúru landsins fyrst og
fremst og jafnframt á íslenzkum fræðum yfirleitt.
Var þorvaldur hæstiréttur i þessum efnum utanlands,
og honum má vafalaust manna mest þakka það, að
ísland er í rauninni allt annað land í visindalegum