Andvari - 01.01.1922, Side 39
Andvarij.
Þorvaldur Thoroddsen.
35
leyti hafði áður birzt á dönsku (»Jordskælv og
Vulkaner paa Island«, 1897), uppdráttur landsins,
»Geological Map of Iceland« (1901), nlsland, Grundriss
der Geographie und Geologie« (1906), en það er
eðlislýsing og landlýsing íslands, stórt rit; það rit
taldi Porvaldur sjálfur í viðurvist þess, sem þetla
ritar, veigamest allra xita sinna. Þá er »Árferði á
íslandi í 1000 ár« (1916—1917). Tvö fyrri bindi
»Landfræðissögu íslands« komu og út á þýzku
(1897—1898).
Auk þessara rita hefir Þorvaldur samið fjölda rit-
gerða, smárra og stórra, bæði vísindalegra og alþýð-
legra. Lét hann oft þýða þær eða aðrir tóku útdrætti
úr þeim og birtu á ýmsum tungum. Er enginn
kostur á að telja þær upp hér, en markmið þeirra
flestra var eitt og bið sama, náttúra landsins. Minna
má þó enn á ævisögu Péturs byskups, sem Þorvaldur
samdi til minningar um tengdaföður sinn og út kom
1908, stórt rit og fróðlegt, eins og öll önnur rit
Þorvalds. Vafalaust liggja og eftir hann óprenluð
rit. 1 smíðum hafði hann og endurminningar sjálfs
sin; lét hann tvisvar eða þrisvar sinnum þann, er
þelta ritar, heyra kafla úr þeim fjrrir nokkurum
árum, en ekki var því riti lokið þá.
Þorvaldur hlaut að sjálfsögðu mikinn vísindaframa
í lífinu, meira en nokkur annar íslendingur hefir
fengið. Hann fekk heiðursgulipening konunglega
vísindafélagsins í Stokkhólmi (Linné medalj) 1886,
verðlaun úr sjóði Jóns Sigurðssonar 1889, heiðurs-
gullpening landfræðifélagsins í París (La Roquette
médaille) 1895, verðlaun Cuthbert Pecks hins konung-
lega landfræðifclags í Lundúnum 1897, heiðurspening
landfræðifélagsins í Kaupmannahöfn 1899, konunglega