Andvari - 01.01.1922, Page 40
36
Þorvaldur Thoroddsen.
LAndvari.
vísindafélagsins í Kaupmannahöfn 1902, landfræði-
félagsins í New York (Daly medal) 1907. Biéfafélagi
var hann kjörinn í danska landfræðatélaginu 1884,
sænska mannfræða- og landfiæðafélaginu 1886, Ge-
sellschaft fur Eidkunde zu Berlin 1893, the Geological
Society í Lundúnum 1902, heiðurslélagi konunglega
danska jaiðfræðafélagsins 1893, landfræðafélagsins í
Bern 1898, konunglega landfræðafélagsins í Lund-
únum 1898, hinu islenzka Bókmenntafélagi 1902,
belgiska jarðfræðafélaginu 1907, hinu konunglega
danska vísindafélagi 1909. Hann var meðlimur nefnda
þeirra, er tilnefna skyldu prófessora við Kaupmanna-
hafnarháskóla í landfiæði (1910) og steinafræði (1912).
Meðlimur hinnar alþjóðlegu jöklanefndar (Commission
internationale des glaciers) síðan 1897 og hinnar al-
þjóðlegu landskjálftanefndar (Die infernationaleseismo-
logische Kommission) síðan 1899. Riddari af Danne-
broge varð hann 28. september 1899. Kjörinn var
hann Dr. phil. i heiðursskyni við Kaupmannahafnar-
háskóla 1894 og enn fremur prófessor að nafnbót
þar 1902, sömuleiðis Dr. litt. Isl. við háskóla íslands
1921. Enn má telja það, að hann var varaforseti
Reykjavikurdeildar hins ísl. Bókmenntafélags frá 9.
júlí 1894 til 29. júní 1895 og Kaupmannabafnar-
deildarinnar frá 11. mai 1904 til 6. maí 1905, en þá
var hann kjörinn forseti sömu deildar og tók við
því; hafði hann og verið kjörinn forseti árinu áður,
en þá skorazt undan. Var hann síðan forseti Kaup-
mannahafnaideildarinnar, til þess er hún var lögð
niður (31. október 1911).
Það segir sig sjálft, að Þorvaldur var jafnan starfs-
maður mikill og afkastasamur. Hann hafði rika
athyglisgáfu og frábært minni. Voru þessir kostir