Andvari - 01.01.1922, Page 41
Andvari].
Porvaldar Thoroddsen.
37
honum stórnytsamir við ritstörf hans og þróuðust
við störf hans og rannsóknir, athyglisgáfan við nátt-
úrurannsóknir, en minnið við handrita- og sögu-
rannsóknir. Það mun fátítt, að menn séu í senn
miklir náttúrufræðingar og sögumenn; svo var um
JÞorvald, en tengslin í þessum fræðum voru landið.
t*ar með er engan veginn sagt, að Porvaldur hafi
verið áhugalaus um aðrar fræðigreinir; síður en svo.
Hann átti mikið bókasafn og las mikið; hann var
nálega sístarfandi, annaðhvort að ritstörfum eða
lesandi. Ensk sögurit og þj7zk heimspekirit las hann
mest, utan fræðigreina sinna, og góða þekking hafði
hann á höfuðskáldritum Englendinga og Þjóðverja.
Það hefði nú mátt ætla um vísindamann, eins og
Porvald, að hann væri allur í fræðigreinum sínum
og bókum, en því fór fjarri. f*orvaldur var allra
manna viðfelldnastur og alúðlegastur, bæði lieima
fyrir og á mannamótum, tildurlaus og prjállaus,
ræðinn og skemmtinn og kunni manna bezt frá að
segja, enda hafði hann mörgu kynnzt bæði á ferðum
sínum á íslandi og um Evrópu og þekkti menn af
öllum stéttum, minnið óbrigðult, athyglin sívalcandi
og fróðleikurinn því likur sem væri óþrotlegur.
Hann kom sér jafnt við alla, háa og lága, og þraut
aldrei umtalsefni, hver sem í hlut átti. Á manna-
mótum sómdi hann sér hið bezta, fríður maður
ásýndum og liöfðinglegur á svip; málsnjall var hann
í bezta lagi og hrókur alls fagnaðar; var því jafnan
mannmargt kringum Þorvald í samkvæmum.
Á sumrum var Porvaldur oft á ferðalögum í
útlöndum. Ella sat hann mest heima, einkum liin
síðari ár, og gerði þá ekki tíðförult, sókti þó jafnan
fundi í vísindafélögum og menntafélögum. Til íslands
3