Andvari - 01.01.1922, Page 43
AndvariJ.
Porvaldur Thoroddsen.
39
hafa lent í illdeilum að marki. En þó mun hann
liafa verið þungur á bárunni að hætti skapríkra
manna, þar sem hann lagðist á, og betra mun
mönnum hafa verið vinfengi hans en óvild. Deilu-
málið milli deilda Bókmenntafélagsins, er lyktaði
með niðurlagningu Kaupmannahafnardeildarinnar,
sýndi bezt skapfestu Borvalds. Hann mun aldrei til
fulls liafa unað því að vera þar ofurliði borinn.
Skugga nokkurum sló á hin siðustu æviár Þor-
valds, einkum við langvinn veikindi konu hans, er
andaðist árið 1917. Eina dóttur barna höfðu þau
átt, Sigríði að nafni; hún andaðist nokkuð stálpuð
1903. Þorvaldur hafði og átt dóttur nyrðra, áður en
hann kvongaðisf; hét sú María og var ættleidd af
Stefáni umboðsmanni Stephensen á Munkaþverá og
konu hans, ()nnu, dóttur Páls sagnfræðings Melsleðs.
Hún andaðist og uppkomin, úr brjóstveiki; var hún
sögð efnisstúlka. Porvaldur mátti því teljast ein-
stæðingur hin síðustu ár ævi sinnar. En ekki kenndi
þess heima fyrir; hann var jafnan glaðlyndur og
alúðlegur heim að sækja. Pó segja kunnugir menn,
að hann hafi þá starfað enn ótrauðlegar, ef verða mátti,
en áður. Sjálfur var hann jafnan mjög heilsuliraustur
maður, en veiktist skyndilega og lá síðan rúmfastur
eða við rúmið nálega árlangt. Var það á fundi í
vísindafélaginu danska, að hann fekk slag, og náði
hann sér aldrei fullkomlega eftir það. Hann andaðist
30. september 1921. Hafði hann áður gert erfðaskrá
sína og sýndi þar í síðasta sinn fagran vott um
tryggð sína við hugsjónir sínar og ævistarf. Renna
eignir bans að mestu til þjóðnýtra stofnana á íslandi
°g til þjóðþrifa. Er það mikið fé og meiri skerfur en
3*