Andvari - 01.01.1922, Page 44
40
Porvaldur Thoroddsen.
[Andvari.
nokkur einn maður annar hefir lagt fram hér á
landi til þjóðheilla.
Áður en skilizt er við Þorvald í þetta sinn, verður
ekki hjá því komizt að fara um hann, og þó einkum
ritstörf hans, nokkurum orðum frá almennu sjónar-
miði.
Þegar dæma skal um ritsmiðar manna, líta menn
að jafnaði á tvennt, efni og meðferð.
Hér skal fyrst stuttlega vikið að rithöfundarein-
kennum Þorvalds í meðferð efnis, þó að eins þrem
þáttum, framsetningu, máli og niðurskipan.
Yfirleitt má búast við því, að menn myndu lýsa svo
framsetningu Þorvalds, að hún væri hispurslaus.
Það er og sönnu næst, að menn myndu árangurs-
laust leita í ritum hans að skáldlegum líkingum,
spaklega orðuðum setningum o. s. frv. Hispursleysið
er svo rammt, að þó að menn leiti línu fyrir línu í
hverju einasta rili Þorvalds, þá munu menn trauð-
lega geta fundið eina setning, sem festi sig í hugum
manna, sökum þess hvernig sögð sé. Andagift eða
andríki einkenna ekki rithátt og framsetning Þor-
valds. Hins vegar er hann blessunarlega laus við þá
tegund andagiftar, er lætur svo lesöndum í eyrum
sem smjatti höfundarnir í setningunum að tilþrifum
sjálfra sín. Svo að þetta kann að jafna sig upp við
langan lestur. Og það má vafalaust fullyrða, að
enginn gangi svo frá Þorvaldi í riti, að eigi hafi að
fullu skilið það, er höfundurinn vildi sagt hafa.
Um ritmál Þorvalds er það að segja, að hann
ritar oftast viðstöðulaust og liðugt mál; hann er og
flestum rithöfundum orðauðugri. En ekki er mál
hans að sama skapi mergjað eða sterkt. Og um orð-