Andvari - 01.01.1922, Síða 46
42
Þorvaldur Thoroddsen.
[Andvari.
ekki fyrir það að synja, að við þetta kunni frásögnin
að verða margbreytilegri og því oft fjörlegri og
skemmtilegri. Skylt þessu er það, að Þorvaldur virð-
ist ekki stundum haía gert sér til hlítar grein fyrir
efni því, er hann hugðist að rita um, þegar hann
byrjaði að rita. Til þess er að rekja það, að hann
ætlaðist í fyrstu til þess, að »Landfræðissaga íslands«
yrði eitt lítið bindi, en hún varð raunar fjögur.
Árið 1899 gefur hann út rit, sem hann nefnir »Jarð-
skjálfta á Suðurlandi«, en G árum síðar kemur út
lítill viðauki við það rit með nýrri fyrirsögn alls
ritsins og kallast þá »Landskjálftar á íslandi«.
En þótt menn muni ekki safna miklum spak-
mælaforða í ritum Porvalds né yfirleitt megi rit lians
þykja til þess fallin, að tekin séu til fyrirmyndar
um orðbragð eða hreinan rithátt, þá hafa þau jafnan
stórmikið gildi vegna efnisins. Þorvaldur er meiri
fræðimaður en rithöfundur. Efni velflestra rita hans
er nátlúra landsins eða saga, mjög víða á þeim
sviðum, sem enginn hefir fengizt við áður eða þá
fáir og þeir þó ekki til hlítar. Óllum þeim, sem
sinna vilja islenzkum fræðum í rýmstu merkingu,
eru rit hans ólæmandi fróðleiksbrunnur. í söguritum
hans kennir yfirleitt kosta góðs náttúrufræðings,
sterkrar athygli, trúrrar lýsingar og hlutleysis í við-
horfi, enda velur hann sér að jafnaði viðfangsefni
við það hæfi, ýmsa þáttu menningarsögu, svo sem at-
vinnuvegi o. s. frv., svo að tilfinningar sjálfs hans
gátu yfirleilt verið utan við verkefnið. t*á sjaldan
sem liann hyggst að kafa dýpra, t. d. rita um menn,
lekst honum miður. Eiginskoðanir glepja honum þá
nokkuð sýn. Svo er t. d. um suma dóma hans í
ævisögu Péturs byskups Péturssonar; hlutleysið virð-