Andvari - 01.01.1922, Page 50
d6
Um ísaldarmenjar.
[Andvari.
Að vísu sjest ekki nema óglögg lagskifting á stöku
stað, en það er eðlilegt, að lagskiftingin verði lítil,
«r straumhörð á ryður stórgrýti út í sjóinn.
Við Menlaveginn, í 29—33m hæð, er ármöl og
sandur mjög greinilega lagskift, og lögin næstum lá-
rjett. Sandurinn á þessum stað, er mjög hreinn og
hefir verið notaður í steinsteypu. í svipaðri hæð, suður
og upp af spítalanum, hafa að sögn komið í Ijós
samskonar sandlög, og austast og efst á gilbarminum
i Búðargilinu að sunnanverðu eru sandlög og hnull-
ungalög, sem liljóta að vera mynduð af árframburði.
Ennfremur koma dýjavætur og smálindir hingað og
þangað fram í brekkubrúninni, frá þvi í Barðsgili
ofan til og suður i Búðargil að norðanverðu. Sjer-
staklega var mikið af þessunr lindum í undirvelli
Eyrarlandstúnsins og voru um tíma leiddar í vatns-
veitu Akureyrar. Allar þessar lindir og dýjavælur
spretta upp í nálega sömu hæð, 40—42m yfir
sjávarmál, og í jarðlaginu, sem vatnið sjrjast í gegnum,
er sandur, að minsta kosti á þeim stöðum, sem jeg
hefi átt kost á að skoða það, en undir lionum er
vatnslielt móhellulag. Að sunnanverðu í Búðargili
er svipað móhellulag, en liggur nokkru hærra. Það
er hæst að austan 47m yfir sjó, en hallar til vesturs
og suðvesturs, og er þar 45m yfir sjó. Austan í brekk-
unni fyrir sunnan Búðargil mótar fyrir sama laginu
og lækkar það talsvert til suðurs, hallinn um IV20.
Vegna þess að þarna alstaðar er svo mikið af lausri,
smiðjumó blandaðri, malarmylsnu ofan á jarðlögunum,
sjást jarðlögin sjálf ekki, nema mokað sje ofan af
þeim það sem lauslegt er. f*ó mótar viðast hvar
fyrir þessu móhellulagi vegna þess, að það er næsl-
um vatnshelt og því fylgir svo mikil væta, að jarð-