Andvari - 01.01.1922, Page 51
•Andvari].
Um ísaldarmenjar.
47
vegurinn á þeim stað verður dekkri en ella, og
sumslaðar heíir brekkan gróið betur upp í þessu
belti vegna vælunnar kringum móhellulagið. Jarðlögin
undir þessu móbellulagi eru, þar sem jeg hefi skoðað
þau, lagskift, og eru mynduð af valnsnúnu grjóti,
sandi og leir. Þau virðasl því helst mynduð við ár-
framburð í sjó fram.
Ofan við móheliulagið eru lög af sandi og smá-
gerðri möl, og eru þau sumstaðar nokkuð óregluleg.
t*au eru á stöku stað.í Búðargili um 8 metra'á þykt
og ná þar 53 metra yfir sjó, en um þykt þeirra í
brekkunni að austan er mjer ókunnugt. En ofan á
þessum jarðlögum er smágerð möl með greinilega
ísrákuðum steinvölum og blönduð jökulleir. 1*6113
efsta lag í brekkunni sunnan við Búðargil hlýtur því
að vera úr gamalli jökulurð og líkist mest botnurð.
Sjást svipaðar menjar eftir jökul alstaðar í brekku-
brúnunum suður fyrir gróðrarstöð Ræktunarfjelags
Norðurlands.
Norðar i brekkunni eru einnig menjar eftir jökla,
að vísu verður þar lítið varl við jökulleir, en stórir
steinar og greinilega ísnúnir sjást þar á stöku stað;
t. d. er einn þeirra við veginn upp á brekkuna frá
Torfunefinu, og Eyrarlandsholt virðist vera gömul
jökulalda.
SkjTÍngin á því, sem hjer hefir verið lýst, virðist
mjer hljóta að vera þessi: Sá hlnti Akureyrarbrekk-
unnar, sem áður heíir verið lýst, er myndaður við
árframburð í sjó fram. Meðan áin bar þessa möl
fram, hefir sjórinn verið að smáhækka, en þó lík-
lega um lengri tíma staðið hjer um bil kyr, og hefir
þá sjávarmálið verið 42—47 metrum ofar en það
er nú.