Andvari - 01.01.1922, Síða 52
-18
Um ísaldarmenjar.
[AndvarU
Á þessum tíma hafa myndast þau móhellulög, sem
eru í þessari hæð, og mun vera myndað við það, að
leir, sem áin hefir horið fram, hefir setst til á grunn-
sævi. Sú á, sem hjer getur verið um að ræða, er
auðvitað Glerá. Ef þetta er rjett, sem jeg tel lítinn
vafa á, er norðurhluti Akureyrarbrekkunnar sams-
konar myndun og Oddeyrin, sem myndast helir við
framburð Glerár í seinni tíð, og þó öllu líkari'
Hörgárgrunni, sem myndað er við framburð Hörgár.
Vegna þess að sjórinn stóð svo miklu liærra, er
Akureyrarbrekkan var að myndasl, hefir öldugangur
sjávarins náð meiri tökum þá en nú á þeim eyrum,
er mynduðust við mynni Glerár, og dreift þeim um
meira svæði. Skiljanlegt verður af þessu, að í norður-
hluta Akureyrarbrekkunnar er mestmegnis allstórt
hnullungagrjót, en sandlögunum ber meira á sunnar.
Þetta kemur af því, að sandurinn hefir skolast norðan
úr eyrunum, þar sem öldugangurinn var meiri og stað-
næmst í hljeinu sunnanundir eyrunum. Alveg sams-
konar má nú sjá á Oddeyrinni. Suðurhluti Oddeyrar
er eintóm sandmyndun, en norðan til á Oddeyrinni
er hnullungagrjólið, sem Gleráin hefir borið fram.
ísaldamyndanir þær, sem eru ofan á þessum eyrar-
myndunum, bera vott um jökla, sem verið hafa
þarna fyrr á límum, og í íljótu bragði virðisl um
tvent geta verið að ræða, annaðhvort hefir þarna
verið gömul jökulurð, sem sjórinn hefir náð til, er
hann hækkaði og slóð meira en 47 melrum hærra
en nú, eða jöklarnir hafa á þeim tímum aukist og
náð til Akureyrar og flutt jökulnrðir úl á sjóinn.
Hið fyrra álít jeg, að ekki hafi getað átt sjer stað.
Jökulurð, sem heíði dreifst um þetta svæði, af því að
sjórinn hefði rifið hana niður annarstaðar, hefði