Andvari - 01.01.1922, Page 53
AndvariJ.
Um ísaklarmenjar.
49
myndað lagskift jarðlög og inn á milli ísaldarlaganna
hefðu dreifst lög af öðrum uppruna.
Ekkert af’þessu hefi jeg getað sjeð, og lítt skiljan-
legt væri þá, hvernig stórir isnúnir steinar lieíðu
borist norðarlega á Akureyrarbrekkuna þar sem þeir
nú eru. Mjer virðist eina skýringin, sem geti staðist,
þegar hún er borin saman við staðhætti, sje sú, að
jöklar haíi þarna gengið fram í sjó, er sjórinn slóð
meira er 47 metrum hærra en núverandi sjávarmál.
Fiest bendir á það, að sjórinn hafi þá jafnvel
staðið talsvert hærra.
Jarðlög í 47m hæð eru alveg órótuð, mundi slíkt
varla hafa átt sjer stað, ef þau hefðu verið í yfirborði
sævar. Jeg hefi sjeð í Búðargili regluleg lög í 53 m.
hæð, en sum lög í þessari hæð eru þó óregluleg og
gæti það stafað frá jökum, sem borist liefðu út í
sjóinn, er þá hefir náð heldur hærra upp; en' það
vottar fyrir sjávarmáli gömlu í hjer um bil 58—60m
hæð í Eyrarlandsholti, sem er jökulurð og lík-
legast frá þessum tíma. Það er svo að sjá sem
sjórinn hafi náð svo hált eða nálægt þvi, þegar
jöklarnir fluttu jökulmenjar þær fram í sjó, sem nú
eru alstaðar efst á Akureyrarbrekkunni sunnan við
Búðargil. Stóru steinarnir, sem eru norðar í brekkunni,
hafa þá borist á ísi eða með jökum svo langt út í
sjójnn.
Alt þetta er í góðu samræmi við skoðanir dr.
Helga Pjeturss. Eftir hina miklu ísöld (eða ísaldir)
hefir komið tímabil þar sem tiltölulega lítið befir
borið á jöklum á Norðurlandi og t. d. engir jöklar
verið við Akureyri, en svo hafa jöklarnir aukist að
nýju, og náð þá til Akureyrar.
Dr. Helgi álítur, að jökulmenjar þær, er hann