Andvari - 01.01.1922, Síða 54
50
Um ísaldarmenjar.
[Andvari.
fann á Tjörnesi sjeu frá sama tíma, en eins og jeg
hefi reynt að sýna fram á hjer, þá leiðir rannsókn
á Akureyrarbrekkunni einnig það í ljós, að sjórinn
á þessum sama tíma hefir staðið meira en 47m
hærra en nú, sennilega um 60m hærra.
En nú er eftir að vita, hvort sú skoðun er rjetU
að þessi síðasti jökull hafi komið ofan af Glerárdal.
Jeg bjóst við að sjá þess merki í stefnu ísrákanna
kringum Akureyri, ef jökullinn hefði komið ofan af
Glerárdal. Jeg mældi því stefnu ísrákanna á mörgum
stöðum kringum Akureyri, alstaðar fylgdu þær lands-
lagi Eyjafjarðardalsins og voru því eftir jökul, sem
fallið hafði eftir Ej'jafirðinum. Hvergi gætir áhrifa
frá jökli, sem komið hafi ofan úr Glerárdal, nema
ef vera skyldi á dálitlum bletti fyrir norðan Banda-
gerði. I’ar sjást í klöppunum ísrákir með venjulegri
stefnu, sem á þessum stað er N10°V, en auk þess
fínar rákir með stefnu N10°A, eða stefna um 20°
austar en hinar og eru yngstu ísrákirnar á þessum
stað, því að ólíklegt þykir mjer að þær sjeu vind-
rákir. Þó að stefna þessara fínu ísráka gæti bent á
áhrif frá jökli úr Glerárdal, stendur þó sennilega
öðruvisi á þessari stefnu þeirra. Enda ólíklegt, að
samskonar rákir sæjust þá eigi nær mynni Glerár-
dalsins, en einmitt þar stefna ísrákirnar meira til
norðvesturs en annarstaðar (um N30°V) og ganga
næstum þvert fyrir mynni Glerárdalsins.
Margt annað bendir í sömu áttina, að engir jöklar
haíi komið ofan af Glerárdalnum seinni hluta ísaldar-
innar. Glerárdalurinn liggur miklu hærra en Eyja-
fjarðardalurinn, við mynnið er Glerárdalurinn um
200 m. yfir núverandi sjávarmál, og hann er hálf-
fullur af lausu grjóti, möl og ísaldarleir, sem alt