Andvari - 01.01.1922, Page 55
Andvarij.
Ura ísaldarmenjar.
51
hefði sópast burtu, ef jökull hefði fallið eftir dalnum,
eftir að hin eiginlega ísöld var um garð gengin.
Helst lítur út fyrir að mikið af þessu lausa rusli yst
í dalnum hafi borist þangað af jökli, sem gekk eftir
Eyjafjarðardalnum, og í Glerárdalnum hafi þá verið
nokkurt hlje fyrir jökulganginum, og þar hafi þá
myndast stöðuvötn, vegna þess að jökullinn fyrir
ulan hafi stöðvað framrás árinnar. Þessi skoðun
styðst við það, að víða í dalnum og það allhátt
upp í hlíðum hans er möl og leir í lárjettum lögum,
sem virðast mynduð við stöðuvatn.
Jeg hefi þessvegna komist að þeirri niðurstöðu,
að sá jökull, sem bar fram þau efni, er mynda
syðsta og efsla hluta Akureyrarbrekkunnar, hafi eigi
getað koinið ofan af Glerárdal, og þá hefir þessi
jökull hlotið að koma innan úr Eyjafirði. Jeg hefi
eigi fundið neinstaðar fyrir innan Akureyri menjar
eftir sjávarmálið í 40—47m hæð og kemur það
vel heim við þessa skoðun, því að jökullinn hefir
sópað burtu öllum lausum menjum þessa sjávannáls,
og yfirleitt hefi jeg ekki fundið neitt, sem er and-
stætt þessari skoðun. Að visu getur það verið að
sumum þyki nokkuð einkennilegt, að skriðjökull hafi
gengið eftir Eyjafirði alla leið út að Akureyri á þeim
tíma, er sjórinn stóð 60m hærra en nú eða því
sem næst.
Sjórinn hefði þá átt að ganga líldega eins langt
inn eftir Eyjafirði og bygð nær nú, því að jeg geri
ráð fyrir, að instu bæir í Eyjafirði sjeu eigi nema
60m yfir sjó nú. En þetta er í rauninni ekkerl
undarlegt, skriðjökullinn hefir verið svo þykkur, að
hann hefir alstaðar staðið á botni. Og svo vel vill
«1. að hægt er að sjá, hve þykkur hann hefir verið