Andvari - 01.01.1922, Page 56
.52
Um ísaldarmenjar.
[Andvari.
utast, þegar hann staðnæmdist hjá Akurej'ri. Gagn-
vart Akureyri sunnarlega austanmegin fjarðarins er
melahrúgaldur, sem gengur upp milli bæjanna:
Syðri-Vargjá og Litla-Eyrarland. Jeg skoðaði mela
þessa einu sinni, og eru þeir úr samskonar efni og
syðri liluti Akureyrarbrekkunnar fyrir ofan móhellu-
lagið; það er að segja jökulleir og möl, sem víða
hefir greinilega ísnúna steina. Á þessum stað hefir
þá jökullinn stöðvast og þessir melar eru gömul
jökulalda frá sama tíma og jökulmenjarnar í Akur-
eyrarbrekkunni. Jökulaldan nær alllangt upp eftir
hlíðum Vaðlaheiðarinnar, en efri takmörkin eru mjög
glögg, og sjást greinilega frá Akurej'ri. Hæð þeirra
mældi jeg með loftvog, en því miður hefi jeg tapað
þeirri mælingu síðar, en minnir helst, að hæðin væri
'-j 170m yfir sjó.
Jökullinn hefir náð jafnhátt upp og jökulaldan
og þessvegna verið talsvert þykkur. Þó að fjörðurinn
hafi á þessum tíma verið alldjúpur um Akureyri,
vegna þess að þá hefir lílið eða ekkert af lausum
efnum setið í botninum, en sjávarmálið verið 55—(ÍO
metrum hærra en nú, þá er samt augljóst, að jökull-
inn hefir staðið á botni, því að eigi meira en V?
hluti af jöklinum má vera fyrir ofan sjó, ef hann á
að íljóta.
Veslanmegin fjarðarins, Akureyrarmegin, sjást eigi
merki eftir efri takmörk jökulsins. Sennilega er Eyrar-
landsholtið, sem er nálægt 80m yfir sjó, jökulalda
frá þessum tíma, en aðrar jökulöldur þar í kring
hefi jeg ekki sjeð. Vel getur þó verið, að álma úr
jöklinum hafi tejrgt sig fyrir ofan og vestan Eyrar-
Jandsholtið upp fjTÍr Glerá hjá Rangárvöllum. Að
minsta kosti má telja það víst, að melhryggur sá,