Andvari - 01.01.1922, Page 57
Andvari].
Um ísaldarmenjar.
53
sem liggur fyrir neðan bæina Glerá og Lögmanns-
hlíð, en fyrir ofan Rangárvöllu, er Ieifar af farvegi
Glerár á ísöldu. Gelur verið, að farvegurinn sje frá
þessum tíma og jökulálman haíi náð upp að mel-
öldunni, sem þá hefir niyndast við það, að Gleráin
rann meðfram jökulröndinni. í þessum melhrygg er
lagskift árgrjót og sandur, en sumstaðar t. a. m.
fvrir vestan Rangárvöllu sjest ísnúið grjót. Jökulrákir
sem ganga mikið til vesturs, N60°V, sá jeg við
Glerá sunnan við Rangárvöllu. Máske eru þær frá
hreyflngu þessa síðasta jökuls vestur fyrir Glerár-
gilið, og má telja þetta lil stuðnings þeirri skoðun,
að jökullinn haíi teygt sig vestur fyrir Glerá.
Ef það er rjett, að jökulálma hafi gengið þessa
leið, þá er það heldur eigi ósennilegt, að þessi álma
hafi síðan gengið meira til austurs og fallið út í
sjóinn milli Bandagerðis og Skjaldarvíkur, og þá
væri þær ísrákir, sem jeg hefi áður talað um, að
væri á þessu svæði og gengi frá suðvestri til norð-
austurs, merki eftir hana.
En þó að jeg hafi bent á það, að það gæti verið,
að jökulálma hafi gengið þessa leið, er jökulaldan
frá Vargjá og Litia-Eyrarlandi og yfir á Akureyrar-
brekkuna sunnan til var að myndast, þá er það eins
iíklegt, að þessi jökull hafi eigi náð nema til Eyrar-
landsholts og verið þá miklu lægri að vestan en
austan. Þenna halla á jöklunum mætti þá ef til vill
skýra á þann hátt, að vegna þeirrar bugðu, sem er
á Eyjafjarðardalnum skamt fyrir sunnan Akureyri,
þá hafi jökullinn lagst mest að austurhliðinni og
hlaðist þar upp.
Það er eigi auðvelt nú að sjá, hvað rjettast sje í
þessu, en hinsvegar er auðsjeð, að Glerá hefir eigi
4