Andvari - 01.01.1922, Page 58
54
Um ísaldarmenjar.
[Andvarr.
ávalt runnið eftir þeim farvegi, sem hún nú rennur
eftir. Eins og áður er gelið, hefir hún uin eitt skeið
runnið þar fram sem Akureyrarbrekkan er, og árós-
arnir sennilega verið upp af Barði. Er líklegt, að hún
hafi þá runnið úr sinum núverandi farvegi lijá
Rangárvöllum, en síðan hefir Gleráin um líma runnið
út Kræklingahlíð, og fallið í sjóinn þar sem Skjaldar-
vík er nú.
Þessi farvegsbreyting hefir orðið seint á því tíma-
bili, er sjórinn stóð sem hæst og jökullinn náði út
að Akureyri, eða í lok þessa tímabils. Astæðurnar
fyrir þessari farvegsbreytingu hefi jeg eigi rannsakað,
en mjer þykir sennilegast, að þær hafi orðið af
völdum jökulsins, sem þá hefir orðið að ná þangað
upp, melhryggurinn fyrir neðan Lögmannshlíð hefir
þá verið millibils-farvegur fyrir Glerána, áður en
hún fluttist í farveginn út Kræklingahlíð. Á þessum
tíma hefir sjórinn byrjað að lækka, en landið risið
úr sjó. Breyting þessi á sjávarmálinu liefir samt
orðið svo hröð, að sjávarmál frá þeim tímum sjást
ekki, fyrr en sjórinn befir verið 18—24m eða
rúmlega það hærri en nú. Við þetta sjávarmál hefir
sjórinn staðið töluvert lengi og þá hafa myndast
bakkarnir við Skjaldarvík.
Framan í Akureyrarbrekkunni sunnan við Búðar-
gil mótar fyrir þessu sjávarmáli, og inn í Eyjafirði
ganga víða hólar fram á láglendið. Hólar þessir eru
myndaðir við framburð lækja ofan úr hlíðunum.
Stærsti og merkasti af þessum hólum er Espihóllinn.
Jeg hefi eigi skoðað þenna hól eftir það, að mjer
var Ijóst um uppruna þessara hóla. En það væri
vert að rannsaka, hvernig á því stendur, að þessi
hóll er miklu stærri en aðrir hólar, sem virðast