Andvari - 01.01.1922, Page 59
Andvarl].
Um ísaldarmenjar.
55
annars sama eðlis. Það virðist ólíklegt, að lækir þeir,
setn nú eru þar í kring, hafi getað myndað svo
stóran hól af framburði sínum.
Líklega seint á þessu tímabili hefir Gleráin aflur
breytt farvegi sinum og fallið í sjóinn hjá Krossa-
nesi, og síðan er sjávarmálið var komið næstum
því í núverandi hæð þess hefir síðasta breytingin á
farvegi Glerár orðið og hún fallið í sinn núverandi
farveg.
Athuganir mínar á jarðvegi og jarðlögum kringum
Akureýri hafa þá í stultu máli komið þeirri skoðun
inn hjá mjer, að fyrst eftir hina miklu síðustu ísöld,
er svo að segja alt landið var snævi hulið, hafi
sjávarmálið eigi verið hærra en 40m ofar en nú,
en líklegast þó eigi nema 30m eða minna yfir
núverandi sjávarmál, en þá hefir sjávarmáiið farið
hækkandi og staðið um límabil rúmlega 40m (41 —
47 m) ofar en nú.
A þessum líma heíir farvegur Glerár legið niður á
Akureyrarbrekkuna norðarlega. Svo hefir sjórinn
gengið enn þá hærra á land, og um það bil hafa
jöklarnir aukist aftur, líklega mest vegna kaldara
loftlags þó að aðrar ástæður hafi máske hjálpað til.
Þegar jökullinn slöðvaðist við Akureyri hefir sjávar-
málið verið 55—(50m ofar en nú, og ef til vill um
tíma nokkru hærra. Um þessar mundir breytir Glerá
farvegi sínum og í lok þess rennur hún út Iíræklinga-
hlíð að Skjaldarvík. Þegar jökullinn minkar, lækkar
sjórinn, en er um tíma rúmum 20m fyrir ofan núver-
andi sjávarmál, síðan virðist hann hafa lækkað
hröðum fetum niður undir núverandi sjávarmál.
Nokkra hugmynd um lengd þessara þriggja tíma-
bila, þegar sjávarmálið var í 42—47m hæð, í 18—24m
*4