Andvari - 01.01.1922, Side 61
AndvariJ.
Um ísaldarmenjar.
57
hjer uin slóðir er gerð, og sjerstaklega þegar aðrir
hlutar landsius eru athugaðir með tilliti til þessara
hugmynda. En jeg hefi samt viljað birta þessar
skoðanir mínar til þess að aðrir, og þó einkum
jarðfræðingar vorir, gætu borið saman við athuganir
sínar, og ef ske kynni að þær gætu komið til leiðar
nýjum athugunum á þessu sviði.
Sjálfur hefi jeg haft lítið tækifæri til að prófa
með athugun á öðrum fjarliggjandi stöðum, hvort
þær hugmyndir um hækkun og lækkun sjávarins eftir
síðustu aðalísöldina og loftslagsbreytingar þeim sam-
fara, sem hjer hefir verið talað um, skýra jafnvel
landslagið við sjávarsíðuna annarstaðar á landinu,
en aðrir liafa gert allmiklar athuganir á fornum
sjávarmálum og ísaldarmenjum, og þó að erfitt sje
að gera samanburð á þeim og sumum þeim skoð-
unum, sem hjer hefir verið haldið fram, vegna þess
að athugunarmaðurinn hefir haft sínar skoðanir á
þessum hlutum og lýst því sem hann sá aðallega
með tilliti til þess, mun jeg sarnt athuga þær nokkru
nánara.
þorvaldur Thoroddsen mældi víða hæð sævarmenja
á rannsóknarferðum sínum um landið og hefir um
þessar athuganir og mælingar ritað alllanga ritgerð
í Andvara 29. ár, 1904, bls. 35—78, og sömuleiðis
hefir hann í Lýsing íslands, II bindi, 1911, bls.
296—309, ritað um sama efni. í ritgerðinni í Andvara
getur hann þess, að mælingar þessar sjeu gerðar
eins nákvæmlega og föng voru á með »aneroid«-
loftvog eða »EIfings«-spegli, en þar sem hann hafði
svo margt annað að rannsaka, gat hann auðvitað
eigi varið miklum tíma til þessara hæðamælinga,
og má því búast við, að við nákvæmari mælingu