Andvari - 01.01.1922, Blaðsíða 63
Audvari].
Um ísaldarraenjar.
59
fjörðum liafi myndast, er jökull huldi mest af
Vestfjörðnm, er í góðu samræmi við þá skoðun
mína, að efsta sjávarmálið við Akureyri hafi orðið
til, þegar jökullinn var aftur sem mestur.
Næsta sjávarmál hjá Þ. Thoroddsen í 31—41m
hæð svarar auðsjáanlega til sjávarmálsins efst í
Akureyrarbrekkunni, jeg liefi sett þetta sjávarmál
í 40—47m hæð, því að það er greinilegt í þessari
liæð, og þar hefir flæðarmálið verið lengst, en annars
hefi jeg mæll þar jarðlög, sem myndast hafa í sjávar-
máli, í 31 — 53m hæð. En þar sem jeg ætla, að
þelta sjávarmál sje eldra en efsla sjávarmálið, hyggur
t*. Thoroddsen, að það sje yngra. Það þarf þó alls
ekki að vera, að hann hafi haft neinar beinar sann-
anir fyrir þessaii ályktun sinni; hann gekk út frá
þeirri skoðun, sem þá var rikjandi meðal flestra
jarðfræðinga, að ísöldin hefði verið ein og í lok
hennar liefði jökullinn horfið smátt og smátt. Það
hefði því komið í bága við þessa skoðun að ætla,
að malarkambur inn í fjörðum væri eldri en sjávarmál,
sem augljóst var, að hefði myndast, er landið var
mest alt jökli hulið.
Þ. Thoroddsen talar ekki um neitt sjerstakt sjávar-
mál fyrir neðan 31m, en um einslakar mælingar af
hæð þessara sjávarmála er sumstaðar gelið, og sýna
þær nær allar 16—22m liæð. Af þessu liggur nærri
að álykla, að mest beri á sjávarmáli í hjer um bil
20m hæð, og kæmi það vel heim við sjávarmálið í
Skjaldarvík, sem jeg tel í 18—24m hæð og álít að
sje næsta sjávarmál á eítir kuldatímabilinu, þegar
sjávarmálið var um 60m hátt uppi.
Þ. Thoroddsen mældi einnig sjávarmál víðsvegar
á Norður- og Austurlandi, en þessar mælingar