Andvari - 01.01.1922, Page 65
Andvari).
Um ísaldarmenjar.
61
og Niveau forandringen ved Hunaflói i Island, Kbhvn.
1910) og kemst hann þar að þeirri niðurstöðu, að
efstu sjávarmál hafi verið í 40—50m hæð. Eftir allri
lýsingunni að dæma eru sjávarmál, sem hann hefir
mælt þarna á sama tíma og Akureyrarbrekkan og
hæðarmælingar í góðu samræmi við það.
En það sem einkennilegt er við þessar athuganir
og mælingar Guðm. G. Bárðarsonar er það, að hann
getur þess sjerslaklega og leggur áherslu á það, að
þetta sjeu efstu sjávarmálin að minsta kosti á 3
slöðum, því að þar fyrir ofan sjáist engin þess
merki, að grjótið á yfirborðinu hafi orðið fyrir
áhrifum sævarins.
Ályktunin af þessu ætti að vera sú, að eflir þelta
hefði sjórinn lækkað á þessu svæði, en þetta væri
gagnstætt því sem sem jeg hefi álitið, að átt hefði
sjer stað hjá Akureyri, því að þar virðist sjórinn
liafa síðan stigið að minsta kosli upp í 60m liæð.
Mjer þykir ósennilegt, að sjávarmálin við E^'jafjörð
og Húnaflóa hafi eigi fylgst nokkurnveginn að á síðari
hluta ísaldarinnar og eftir hana. Jeg hefi því reynt að
skýra athuganir G. G. Bárðarsonar á þann hátt, að þær
yrði í samræmi við skoðanir mínar á sjávarmálum
við Akureyri. Jeg hefi þá fj'rst litið á það, að hæða-
mælingar G. G. Bárðarsonar á hæstu sjávarmálunum
á þessum þrem stöðum sýna, að þau eru eigi öll
jafnhá, heldur 45, 47 og 53m, en staðirnir liggja
svo nálægt hver öðrutn, að ólíklegt er, að nokkur
verulegur munur sje á hæð sjávarmálanna, ef það
er alstaðar sama sjávarmálið, en hinsvegar virðast
hæðamælingar G. G. Bárðarsonar sjerlega nákvæmar,
svo að þessi hæðarmunur getur tæplega skýrst við
mælingarskekkju. Jeg hefi því hugsað mjer, að það