Andvari - 01.01.1922, Síða 67
Andvari].
Um ísaldarmenjar.
63
það liaft þýðingu eigi svo litla að vita, hve hratt
leiru-bakkinn færist út á við.
Hugsanlegt væri einnig, að svo nákvæm lýsing af
sjávarbakkanum á þessum stað fengist úr fornum
ritum, að hægt væri með samanburði á bakkanum
fyr og nú að reikna út, hve mikið bakkinn færist
út á ári. Jeg liefi ofurlítið atbugað þetta í íslendinga-
sögum, en hefi komist að þeirri niðurstöðu, að
fremur lítið sje á því að græða.
Vegna þess að sjávarbakkinn hefir verið mildu
innar, er landið bjTgðist, hefir Akureyrarpollurinn
verið miklu stærri og um leið verra skipalægi; er
þetta líklega ástæðan fyrir þvi, að engin sigling var
á Akureyri fyrstu aldirnar eftir byggingu landsins.
Af sögunum er það helst Ljósvetningasaga, sem
gefur bendingar um hvar sjávarbakkinn hafi verið.
Þar er sagl, að Pórhildur Vaðlaekkja, sem bjó á
Naustum, hafi vaðið út á Vaðlana, er hún spáði
fyrir Gaðmundi ríka, en nú er þurt land fyrir neðan
Naustabæinn. Fóstbræðrasaga segir, að Þórarinn ofsi
hafi grafið höfuð Þorgeirs Hávarssonar skamt frá
Naustum, en í Ljósvetningasögu er sagt, að það sje
grafið hjá Vaðilshorni. Mjer er ókunnugt um þetta
örnefni hjá Naustum eða Vöðlunum, en mjer þvkir
1 íklegl að það hafi verið melraninn öðruhvoru
megin við Gróðrarstöðvarhúsíð, og af orðum sög-
unnar má ráða, að það hafi verið heldur norðan
við Vaðlana en sunnan við þá.
Hinn forni þingslaður í Eyjafirði var rjett sunnan
við jökulölduna hjá Litla-Eyrarlandi. Neðan við
jökulölduna hefir myndast eyri út í sjóinn, og af
henni dregur bærinn Litla-Eyrarland nafn sitt. þegar
Þorkell Geitisson deildi við Guðmund ríka, er sagt,