Andvari - 01.01.1922, Qupperneq 68
64
Um ísaldarmenjar.
lAndvari-
að hann hefði farið til Akureyrar, en það er eílaust
þessi eyri, sem þar er átt við, en ekki Akureyri,
sem liggur vestan fjarðar. Sennilega hefir söguritar-
inn vilst um nöfn, þótt hitt geti verið, að báðar
eyrarnar hafi heitið Akureyri. Máske hefir söguritar-
inn blandað hjer saman þingstöðum og þingið eigi
verið Vaðlaþing, heldur norður í Hnjóskadal eins
og Kaalund hefir giskað á. Af frásögninni í Víga-
Glúmssögu, er Glúmur átti að helga þingið, má ráða
það, að fjörðurinn hafi verið skipgengur inn að
eyrinni fyrir neðan Litla-Eyrarland, en nú er þessi
eyri innan við leiruna.
Það er augljóst, að þær frásagnir, sem hjer hefir
verið getið um, skýra svo lítið frá Vöðlunum og
afstöðu þeirra, að af þeim verður eigi hægt að ákveða
nákvæmlega, hvar sjávarbakkinn við botn Eyjafjarðar
hafi þá verið; hjer við bætist sú óvissa, að eigi er
hægt að vita, hvort söguritarinn lýsir landinu eins
og það var, þegar sagan gerðist, eða um hans daga,
hjer um bil tveim öldum síðar. í*ess vegna verður
allur tímareikningur, bygður á þessum sögum mjög
ónákvæmur.
Jeg hefi heyrt óljós munnmæli um það, að Helgi
magri hefði fest skip sitt nálægt Kaupangi, er hann
hafði vetrarsetu við Bíldsá. Ef nokkuð er á þessu
að byggja, þá hefir fjörðurinn náð ennþá lengra inn
á landnámstíð, en ælla mætti eflir þeim sögum, sem
áður var minst á.
Nafnið Kaupangur gæti einnig bent á það, að sá
bær hefði staðið nálægt sjó, er landið bygðist.
í daglegu tali í Eyjafirði hefi jeg aldrei heyrl nefnt
»VaðIa« grunnsævið, þar sem Eyjafjarðará rennur út
í sjóinn, heldur er ætíð talað um '»leiruna« og »að