Andvari - 01.01.1922, Qupperneq 71
Andvari].
Magnús Jónsson.
67
er hann fjekk veitingu fyrir þeim stað, og þar and-
aðist hann 94 ára árið 1866 og hafði þá verið
prestur í 62 ár. Var talinn meðal helztu presta
landsins á sinni tíð og þótti læknir góður. Var
R. af dbr. Kona hans var Þorgerður Runólfsdóttiiv
merkisbónda í Sandgerði á Suðurnesjum. S^^stir
hennar Guðrún giftist fyrsl Einari Hjaltested, verzl-
unarstjóra á Akureyri og síðan Birni Ólsen um boðs-
manni á Þingeyrum. En bróðir hennar var Guðni
bóndi í Brattholti í Biskupstungum, merkur maður.
Sjera Jón var ágætlega mentaður maður og fyrst
eitt ár kennari við Hólaskóla, áður sá skóli var
lagður niður, og við skólann í Reykjavík, áður en
hann tók prestsvígslu. »Sjera Jón var guðhræddur
maður og siðavandur í öllum kirkjumálum, einkar
kurteis maður og prúður og það til elliára. Kona
hans Þorgerður barst ei mikið á, en var þó ágætis-
kona, allvel mentuð og gáfuð vel. Jeg sá hana
háaldraða, skömmu fyrir andlát sitt, og þótti mjer
mikils uin vert, hve svipur hennar var hreinn og
fallegur«, segir sjera Magnús Jónsson í Laufási.
Sjera Jón og Þorgerður eignuðust 10 börn: 1. Björn,
siðar rilstjóri Norðanfara (f. 14. maí 1802). 2. Guðný,.
(f. 20. apríl 1804) fyrri kona Sveins prófasts Níels-
sonar, föður Hallgríms biskups. Gáfuð kona og skáld
gott. 3. Magnús, dó 11. vikna. 4. Kristrún, (f. 31. ág.
1806), skáldmælt vel. Giftist Hallgrími prófasti á
Hólmum, föður Tómasar læknaskólakennara í Rvík.
5. Hildur, (f. 21. okt. 1807) giflist fyrst Páli lækni
Þorbergssyni, er druknaði á Breiðafirði 9. júlí 1831,
og síðar Jakobi Johnsen, kaupmanni á Húsavík.
6. Magnús, er hjer verður lleira frá sagt. 7. Margrjel,
(f- 12. apríl 1812), giflist Edvald Möller verzlunarslj-