Andvari - 01.01.1922, Side 72
'68
Magnús Jónsson.
[Andvari.
á Akurej'ri. 8. Sigríður, dó á 1. ári. 9. Jón Gunn-
laugur, (f. 17. maí 1814). 10. Halldór (f. 17. ágúst
1815, d. 1903) tvígiftur.
Magnús Jónsson er fæddur að Auðbrekku í Hörgár-
dal 7. janúar 1809. Ólst hann upp hjá foreldrum
sínum og varð eigi bráðþroska, því hann var fremur
veikbygður og heilsutæpur. Sagði liann frá því síðar,
að eitl sinn er hann og Hildur systir hans fóru til
grasa, þá höfðu þau meðal annars steikt skóvörp í
nesti. Bendir þetta til þess, að heldur hafi verið
hart í búi á prestssetrinu og kostur barnanna ekki
svo góður sem skyldi. Á 18. ári haustið 1826 fór
hann í Bessastaðaskóla og hafði fengið fremur lílinn
undirbúning. Seinkaði námi hans framan af sökurn
vanheilsu og óyndis. Hann útskrifaðist þaðan 1832,
með góðum vilnisburði og talinn iðinn, með farsæl-
um gáfum, viðkunnanlegur og einkennilega prúður í
framgöngu og ástsæll.
Næsta ár var Magnús á vist hjá Sigurði kaupmanni
Sívertsen í Reykjavík, en fór á áliðnu sumri 1833
heim til foreldra sinna í þeirri von, að faðir sinn
mundi styrkja sig til utanfarar, til læknisfræðisnáms.
Sú von brást og rjeðst hann þá sem barnakennari
til Kjartans ísfjörðs, kaupmanns á Eskifirði. Ætlaði
hann á þann hátt að safna sjer fje til utanfarar.
f*ar var hann í 3 ár, en kaup fjekk hann svo lítið,
að eigi tjáði að hyggja á utanför, og hvarf hann
því heim aptur til föður síns haustið 1836, afhuga
nllum utanferðum.
Þó sjera M. vafalaust væri trúmaður, þá hneigðist
hugur hans lítt að trúmálum, heldur miklu fremur
að vísindastarfsemi og þá einkum að náttúrufræði,