Andvari - 01.01.1922, Page 73
Andvari].
Magnús Jónsson.
69
læknisvisinda. Hann hugsaði því ekki um prestsskap
um þessar mundir; þótti það vandasöm staða og
hann lítt til þess íallinn. Honum kom því nokkuð
óvart, er hann með brjefl Bardenfleths stiptamtmanns
17. janúar 1838 var skikkaður prestur í Grímsey.
Ætlaði hann i fyrstu að neita, en rjeð þó hitt af og
tók prestsvígslu 24. júní 1838 og fór þegar á eptir til
Grímseyjar. Var hann þar 3 ár og voru 2 þeirra
mikil ísaár. Þótti honum þar dauflegt og óbjörgulegt
og fýsti hann eigi þar að vera lengur. Sótti hann þá
um Garðsprestakall í Kelduhverfi og fjekk veitingu
fyrir því 1. ágúst 1841. Fluttist hann þangað sama
haust og var þar þangað til 1851, að hann fjekk
Ás í Fellum; fluttist hann þá þangað árið eptir.
Kunni hann hvergi betur við sig en þar og mun
helzt hafa kosið að sitja þar kyr, enda var hann
þar virður vel af sóknarmönnum sem öðrum, er
honum kynntust, en er liðin voru 2 ár, kvaddi
faðir hans hann til aðstoðarprests á Grenjaðarstað.
Sjera Magnús var þess allófús, en Ijet þó til leiðast
og flutti að Grenjaðarstað vorið 1854 og tók þar við
ábyrgð staðar og kirkju, sem hvorttveggja var að
falli komið. Einnig tók hann við ábúð staðarins og
var faðir hans eptir það hjá honum til dauðadags
1866. Þá sólti sjera Magnús um staðinn og fjekk
veitingu fyrir honum 15. febrúar 1867, enda hafði
hann þá kostað miklu fje frá sjálfum sjer til að
endurreisa kirkjuna og bætt staðarhúsin til muna.
Árið 1840 kvæntist sjer Magnús Þórvöru Skúla-
dóttur, prests Tómassonar að Múla í Aðalreykjadal,
ágætiskonu. Þeim varð 5 barna auðið, er fæddust
öll í Garði: 1. Björn, vel hagmæltur og smiður
^óður bæði á trje og járn. Kvæntur Hólmfríði
5