Andvari - 01.01.1922, Side 74
70
Magnús Jónsson.
[Andvari.
Matthildi Pjetursdóttur frá Reykjahlíð. Bjó á Grana-
stöðum í Köldukinn. Dó á 40. ári. Átli 5 börn.
2. Jón Skúli, kaupmaður á Eskifirði. Kvæntur Guð-
rúnu Ásgeirsdóttur frá fsafirði. Þau eignuðust 4 börn,
sem öll lifa í Danmörku. Dó árið 1908. 3. Sigfús,
kvæntur Guðrúnu Emilíu Benediktsdóttur prófasts að
Múla. Fluttust til Bandaríkjanna; eignuðust ö börn,
sem öll eru þar í landi. 4. Hildur, fædd mislingaárið
1846, mállaus og heyrnarlaus. Giftist ekki. Dó 1907.
5. Ingibjörg, gift Júlíusi Halldórssyni lækni. Eiga 3
börn á lífi.
Árið 1872 misti sjera Magnús konu sína. Harmaði
hann hana mjög og fór heilsu hans eptir það mjög
hnignandi, svo að hann þoldi eigi slæm ferðalög í
misjöfnu veðri og annað annríki, sem á honum lá.
Sótti hann því um lausn frá embætti 1876 og afhenti
árið eptir stað og kirkju í bezta standi eptirmanni
sínum Benedikt siðar prófasti Kristjánssyni frá Helga-
stöðum. Eptir það lifði sj.era Magnús lengstum á
Grenjaðarstað, nema 1 ár, sem hann dvaldi hjá
Sigfúsi syni sinum á Vestdalseyri við Seyðisfjörð.
En þegar hann fór til Ameríku, flutti sjera Magnús
norður að Garði í Aðaldal og dó þar 18. maí 1889.
Sjera Magnús var tæplega meðalmaður á hæð,
heldur grannvaxinn, í fríðara lagi sýnum, dökkhærð-
ur og mjög þýðlegur og góðmannlegur á svip. Hann
var viðkvæmur í lund og tilfinninganæmur, fljótur
lil að gleðjast og hryggjast, en stiltur vel og hógvær
i skapi, svo lítt sá á, þó hann tæki sjer eitthvað
nærri. Hann var hversdagslega glaðlegur í viðmóti
og hinn skemtilegasti, enda fróður vel.
I’að her beztan vott um, hversu sjera Magnús var